Alþjóðlegi bangsadagurinn er miðvikudaginn 27.okt og þann dag mega nemendur Stekkjaskóla koma með einn bangsa sem passar í skólatöskuna og mæta í kósýgalla/náttfötum ef þeir vilja. Nemendum í 1.- 4. bekk er boðið á Bangsadiskó með Vallaskóla í íþróttahúsi Vallaskóla þennan dag.
Föstudaginn 29.okt ætlum við svo að taka forskot á Hrekkjavökuna (e.Halloween) og mæta í grímubúningum (engin vopn eða aukahlutir leyfð), með vasaljós, sparinesti og fernudrykk (nammi, snakk og gos flokkast ekki undir sparinesti).