Miðvikudaginn 26. apríl var árshátíð 2. EK. Þetta var jafnframt fyrsta árshátíðin þetta skólaár og fyrsta árshátíðin í nýju skólabyggingunni okkar. Nemendur byrjuðu á því að syngja öll saman eitt lag og í framhaldinu sýndu þeir nokkra leikþætti á skjá sem þeir höfðu æft síðustu daga og vikur. Nemendur sömdu leikþættina upp úr þekktum ævintýrum m.a. um Rauðhettu og Grísina þrjá í ýmsum útfærslum. Leikmyndina bjuggu nemendur til og fundu til ýmsa búninga.
Þetta var virkilega vel gert hjá nemendum 2. bekkjar og það sást vel að þeir höfðu mjög gaman af þessu verkefni. Foreldrar og starfsmenn skemmtu sér mjög vel. Eftir leiksýninguna var Pálínuboð á vegum foreldra í heimastofu nemenda.
Nemendur, starfsmenn og foreldrar fá hrós fyrir frábæra skemmtun.