Í dag byrjuðu þemadagar í Stekkjaskóla en þeir standa yfir 14.-16. maí. Þemað er ,,Árborg – Selfoss bærinn minn og nærumhverfi.
Nemendum er skipt upp í aldursblandaða hópa sem eru 12 talsins og fara allir nemendur á 6 stöðvar þessa þrjá daga.
Ákveðnir kennarar eru með ákveðnar stöðvar og síðan eru aðrir starfsmenn sem fylgja alltaf sömu hópunum.
Stöðvarnar eru eftirfarandi:
- Fjöruferð á Stokkseyri
- Ratleikur um frægt fólki
- Hjólaferð – helstu kennileiti
- Fjöllin í kring
- Gönguferð á aparóló
- Saga Selfossbæjar
Hér má sjá hverjir eru stöðvarstjórar.
Hér má sjá yfirlit yfir hópana og hvaða starfsmenn fylgja þeim.
Hér má sjá nöfn nemenda í hópum.
Fyrsti þemadagurinn gekk mjög vel. Fjöruferðir í Stokkseyrarfjöru þóttu sérstaklega skemmtilegar þar sem nemendur voru m.a. að veiða krabba og fleiri sjávardýr í háfa. Kynnst var sögu Selfossbæjar í smíðastofunni þar sem verið er að búa til líkön af Selfossi árið 1978 og árið 2025. Ratleikur um frægt fólk var fræðandi þar sem spurt var m.a. um Magnús Hlyn fréttamann, Guðna Ágústsson fyrrum þingmann og um hljómsveitina Skítamóral. Í hjólaferðum var m.a. farið í nýja miðbæinn og fræðst um Selfosskirkju. Ingólfsfjall og Hekla voru meðal þeirra fjalla sem unnið var með í fjallahópnum og eru nemendur að búa til líkön af þeim.
Hér eru nokkrar myndir frá deginum og fleiri verða settar á heimasíðuna fljótlega. Að þessu sinni verða síðan þemadagarnir kynntir á vorhátíðinni með myndasýningu.