Aðalfundur foreldrafélags Stekkjaskóla

Aðalfundur foreldrafélags Stekkjaskóla verður haldinn á kaffistofu starfsfólks skólans á þriðjudaginn 10. september, kl. 20:00.
Fyrir liggur að ekki muni allir núverandi stjórnarmeðlimir gefa kost á sér til endurkjörs og hvetjum við því áhugasama til að mæta á fundinn og gefa kost á sér til starfans.
Við hvetjum einnig þá sem ekki hafa áhuga á stjórnarstörfum til að mæta á fundinn og hafa álit á störfum félagsins.

Ef einhver vill gefa kost á sér í stjórn félagsins en kemst ekki á fundinn sjálfan er sjálfsagt mál að hafa samband við núverandi stjórnarmeðlimi og veita þeim umboð til að bjóða viðkomandi fram.

Sjá nánar  og Facebook síðu foreldrafélagsins: Foreldrafélag Stekkjaskóla

Fjölmennum,

stjórn Foreldrafélags Stekkjaskóla