Stekkjaskóli auglýsir fjölbreyttar og áhugaverðar stöður fyrir næsta skólaár. Skólinn leggur m.a. áherslu á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og nýsköpun, skapandi skólastarf, umhverfismál og jákvæðan skólabrag.
- Umsjónarkennarar á yngsta- og miðstig
- Íþróttakennari, tímabundin ráðning
- Stuðningsfulltrúar á miðstig
- Matráður
Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2024.
Upplýsingar um störfin veita Hilmar Björgvinsson, skólastjóri, hilmarb@stekkjaskoli.is , sími 480-1600 / 863-0922 og Ástrós Rún Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri, astros@stekkjaskoli.is , sími 480-1600.
Umsjónarkennarar
Auglýst er eftir umsjónarkennurum á yngsta- og miðstig í 100% starfshlutföll frá 1. ágúst 2024. Leitað er eftir áhugasömum og framsæknum grunnskólakennurum sem vilja kenna í skóla sem m.a. leggur áherslu á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og skapandi skólastarf.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Annast kennslu samkvæmt megin markmiðum Aðalnámskrá grunnskóla með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda
- Umsjón með daglegu skólastarfi er varðar viðkomandi umsjónarhóp
- Er tengiliður umsjónarhóps innan skólans og við foreldra/forráðamenn
- Fylgist með velferð nemenda, hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þeir fái notið sín sem einstaklingar
- Tekur þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu skólans og sveitarfélagsins
Menntun og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf grunnskólakennara
- Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
- Hæfni og áhugi á skólastarfi
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
- Áhugi á skólaþróun og skapandi kennsluháttum mikilvægur
Íþróttakennari
Óskað er eftir íþróttakennara í tímabundna stöðu vegna fæðingarorlofs skólaárið 2024-25. Um er að ræða 100% starf frá 1. ágúst til að kenna íþróttir og sund. Sundkennslan fer fram í Sundhöll Selfoss og íþróttakennslan fer fram í íþróttahúsi Vallaskóla og í fjölnotasal Stekkjaskóla auk þess er töluvert um útinám í nærumhverfi. Íþróttahús verður byggt í 3. áfanga nýbyggingar skólans.
Leitað er eftir áhugasömum og framsæknum kennara sem hefur m.a. áhuga á útinámi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Annast kennslu samkvæmt meginmarkmiðum aðalnámskrá grunnskóla með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda
- Fylgist með velferð nemenda, hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þeir fái notið sín sem einstaklinga
- Tekur þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu skóla og sveitarfélags
Menntun og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf grunnskólakennara/ íþróttakennara
- Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
- Hæfni og áhugi á skólastarfi
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
Stuðningsfulltrúar
Við óskum eftir stuðningsfulltrúum á miðstig í 75% starfshlutföll frá og með 14. ágúst 2024. Markmið starfsins er að auka sjálfstæði og færni nemenda námslega, félagslega og í daglegum athöfnum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Aðstoðar nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi
- Aðstoðar nemendur við að ná settum markmiðum samkvæmt Aðalnámskrá eða einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara
- Tryggir öryggi og velferð nemenda skólans
- Aðstoðar nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð
- Stuðningsfulltrúi vinnur í nánu samstarfi við umsjónarkennara, deildastjóra og annað starfsfólk skólans
Menntun og hæfniskröfur:
- Formlegt próf af styttri námsbraut er æskilegt, s.s. stuðningsfulltrúanám, félagsliðanám o.s.frv
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af uppeldisstörfum er kostur
- Góð íslenskukunnátta
Matráður
Stekkjaskóli óskar eftir matráð í 100% starfshlutfall frá og með 1. ágúst 2024.
Matráður starfar í nýju og fullkomnu framleiðslueldhúsi skólans. Hann undirbýr og matreiðir máltíðir samkvæmt fyrirmælum yfirmanns í framleiðslueldhúsi. Starfar samkvæmt lögum og reglugerð sem við eiga og samkvæmt stefnu Sveitarfélagsins Árborgar. Matráður er staðgengill yfirmanns í framleiðslueldhúsi.
Leitað er að metnaðarfullum, barngóðum og jákvæðum einstaklingi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Að undirbúa, matreiða, baka og framreiða mat samkvæmt fyrirmælum yfirmanns
- Tekur á móti hráefnum, meðhöndlar það til geymslu, vinnur það fyrir matreiðslu og matreiðir eftir þörfum á viðeigandi hátt
- Að undirbúa mat til flutnings í móttökueldhús
- Stuðla að minni matarsóun
- Þrífa og ganga frá að loknu starfi
- Sinnir þeim verkefnum er varðar eldhús sem yfirmaður felur
- Er staðgengill yfirmanns í framleiðslueldhúsi
Menntun og hæfniskröfur:
- Menntun á sviði matreiðslu kostur
- Reynsla af starfi í mötuneyti eða skólaeldhúsa æskileg
- Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
- Færni í mannlegum samskiptum
Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2024
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Vakin er athygli á stefnu Árborgar að jafna hlutfall kynjanna í störfum og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
Umsóknum fylgi leyfisbréf, yfirlit yfir nám, fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni í starfi. Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila í gegnum ráðningarvef sveitarfélagsins https://sveitarfelagid-arborg.alfred.is/
Allar umsóknir eru gildar í sex mánuði.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Hilmar Björgvinsson, skólastjóri, hilmarb@stekkjaskoli.is , sími 480-1600 / 863-0922 og Ástrós Rún Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri, astros@stekkjaskoli.is , sími 480-1600.
Skólastjórnendur