Á fundi bæjarráðs Árborgar 29. febrúar var tekið fyrir erindi frá skólaráði Stekkjaskóla þar sem skorað var á bæjarráð að kom upp skólahreystivelli á skólalóðinni.
Eftirfarandi var bókað:
Bæjarráð fagnar því að nemendur láti sig varða um hönnun skólalóðarinnar og komi með tillögur um hvað eigi að leggja áherslu á við uppbyggingu hennar.
Bæjarráð vísar málinu til skoðunar hjá mannvirkja- og umhverfissviði.
Hér má sjá áskorun skólaráðs Stekkjaskóla.