Vorhátíð og skólaslit 2022

Nú fer fyrsta starfsári Stekkjaskóla að ljúka, en árið hefur svo sannarlega verið viðburðarríkt fyrir okkur öll. Við eigum ljúfar minningar um gott skólaár, þrátt fyrir húsnæðiserfiðleika í byrjun skólaárs og heimsfaraldur sem hafði sem betur fer ekki mikil áhrif á skólastarfið í vetur.
Við ljúkum skólaárinu með vordögum þann 3. og 7. júní þar sem nemendur m.a. bregða sér af bæ og fara í stuttar ferðir í nærumhverfinu okkar. Við höldum svo Vorhátíð þann 8. júní og bjóðum foreldrum í grillveislu og síðan eru skólaslit þann 9. júní. Sjá dagskrá hér að neðan: 

Vorhátíð 8. júní 

Skóladagurinn byrjar að venju kl:8:10 og við ætlum að byrja daginn á samveru á sal og söngstund. Frá kl:9:00 fara börnin á milli stöðva, í leiki og fleira fjör sem er bæði úti og inni. Við endum svo á grilli kl:12:00-12:45 þar sem foreldrafélagið grillar með okkur og býður upp á óvæntan glaðning fyrir börnin. Foreldrum er velkomið að taka þátt í leikjum og samveru með okkur að morgni og/eða í grilli og útiveru frá kl:12:00. Skóladagurinn endar kl:13:10 samkvæmt stundatöflu en ef foreldrar taka barnið sitt með heim eftir grillið þarf að láta kennara vita. Frístund er opin þann 8. samkvæmt plani en þann 9. er lengd viðvera og sér skráning samkvæmt upplýsingum frá Bjarkarbóli.  

 Skólaslit 9. júní 

Skólaslit Stekkjaskóla verða í matsalnum í þrennu lagi. 

  • Kl. 8:30    1. bekkur 
  • Kl. 9:30    2. og 3. bekkur 
  • Kl. 10:30  4. bekkur 

Dagskrá: 

  • Skólastjóri ávarpar nemendur og forráðamenn 
  • Tónlistaratriði 
  • Umsjónarkennarar afhenda vitnisburð og kveðja nemendur  

Bestu sumarkveðjur, starfsfólk Stekkjaskóla 

 

 

Vorbréf, Vorhátíð og skólaslit