Opinn fundur í skólaráði

Mánudaginn 16. maí  kl. 16:15 verður haldinn fundur í skólaráði Stekkjaskóla.  Fundurinn er opinn fyrir forráðamenn sem og aðra aðila skólasamfélagsins og eru allir hjartanlega velkomnir. Fundurinn verður í  4. bekkjarstofu sem er staðsett í suðurhluta skólans.

Dagskrá:

  1. Kynning á fulltrúa grenndarsamfélagsins
  2. Starfið í vetur/starfsáætlun  
  3. Áherslur næsta skólaárs 
  4. Starfsmannamál – breytingar 
  5. Skólapúlsinn – kynning á niðurstöðum úr foreldrakönnun 
  6. Kaffihúsafundur um innra mat skólans 
  7. Önnur mál

Skólastjóri

 

Kaffihúsafundur um innra mat skólans

Miðvikudaginn 18. maí kl. 13:30  verður haldinn kaffihúsafundur um innra mat skólans þar sem við bjóðum foreldrum að taka þátt. Nánari upplýsingar verða sendar fljótlega til foreldra.