Myndataka á morgun í Stekkjaskóla þann 10. maí

Á morgun, þriðjudaginn 10. maí, verður myndataka í Stekkjaskóla. Teknar verða árgangamyndir af 1. og 4. bekk og einstaklingsmyndir af þeim sem vilja. Einnig ætlum við að fá hópmynd af öllum nemendum skólans ásamt starfsmönnum, til minningar um fyrsta starfsárið okkar. Ljósmyndarinn verður Laufey Ósk Magnúsdóttir frá Stúdíó Stund.

Fyrirkomulagið er að foreldrar panta og greiða  fyrir myndirnar á netverslun hér: https://www.studiostund.com/vefverslun og svo um leið og myndirnar verða tilbúnar koma þær í skólann.

ATH – MIKILVÆGT er að einstaklingsmyndir séu pantaðar í seinasta lagi daginn fyrir myndatöku svo öruggt sé að mynd sé tekin af barninu. Einungis þau börn sem er pantað fyrir verða mynduð sér.
Nú þegar hafa nemendur í 1. og 4. bekk fengið blað með sér heim til að samþykkja skriflega að barnið ykkar taki þátt í árgangamyndatöku. Afar mikilvægt er að þið lesið það vel og ef þið eruð samþykk að skrifa undir það og koma til kennara eða annars starfsmanns skólans fyrir myndatökuna. Ef því er ekki skilað inn er því tekið sem að samþykki liggi ekki fyrir og barnið verður ekki inn á árgangamyndinni. Samþykkið er ekki það sama og pöntun á mynd. Hægt er að samþykkja þátttöku án þess að panta mynd.

Slóðin á pöntunarsíðuna er sem fyrr; https://www.studiostund.com/vefverslun

Með kveðju, stjórnendateymi Stekkjaskól