Hundrað nemendur og þremur betur eru í Stekkjaskóla á Selfossi; nýjasta grunnskóla landsins. Starfið hófst í ágúst á síðasta ári og var fyrstu mánuðina í bráðabirgðahúsnæði í frístundaheimilinu Bifröst við Tryggvagötu. Er nú komið í klasa timburhúsa við Heiðarstekk á Selfossi sem eru á lóðinni þar sem verið er að reisa glæsilegt skólahús. Sjá nánar frétt á mbl.is hér.