Nú styttist í að kennsla hefjist í nýju húsnæði Stekkjaskóla. Síðustu daga hafa birgjar verið að keyra til okkar húsgögn og annan varning og búið er að setja saman flest húsgögn. Verið er að leggja lokahönd á framkvæmdir.
Starfsdagar verða fimmtudaginn 26.11. og föstudaginn 27.11. Þessa daga mun flutningum ljúka og starfsmenn flytja sig frá Bifröst yfir á Heiðarstekk. Þar munu starfsmenn koma sér fyrir og undirbúa komu nemenda á nýjum stað. Kennsla hefst síðan á Heiðarstekk 10, mánudaginn 29. nóvember.
Á starfsdögunum verður boðið upp á viðveru fyrir nemendur sem verður mönnuð af starfsfólki frístundar og stuðningsfulltrúum. Þeir sem hafa tök á því hafi börnin heima þessa daga eru vinsamlegast beðnir um það til að létta undir með starfsfólki skólans.
Sérstök skráning verður í viðveruna. Sjá nánar bréf sem sent var heim síðastliðinn föstudag.