Skertur dagur 9. október og starfsdagur 10. október
Framundan er skertur skóladagur og starfsdagur. Skertur dagur – fimmtudaginn 9. október Þá lýkur skóla hjá öllum kl. 13:00. Nemendur í frístund fara beint eftir skóla í hefðbundið frístundastarf. Nemendur sem taka „sveitarútuna“ taka hana heim um 13:15 þegar hún hefur sótt í hina skólana. Haustþing kennara -starfsdagur 10. október Föstudaginn 10. október er starfsdagur í […]
Sérkennari / sérfræðingur óskast í Stekkjaskóla
Óskað er eftir sérkennara/sérfræðingi í Stekkjaskóla í 100% starf. Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem starfar í nánu samstarfi við kennara í skóla sem m.a. leggur áherslu á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og skapandi skólastarf. Sjá nánar hér Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 6. október.
Skertur skóladagur þriðjudaginn, 23. september – skóla lýkur kl. 11:00
Á morgun þriðjudaginn 23. september er skólaþróunardagur kennara frá kl. 11:00-16:00. Skóladeginum lýkur kl. 11:00, en nemendur í 1.-4. bekk sem fara í frístund borða kl. 11:00 og verða í skipulögðu frístundastarfi á vegum skólans þar til frístundaþjónustan tekur við kl. 13:10. Aðrir nemendur borða ekki hádegismat í skólanum og fara heim strax að loknum […]
Foreldrafræðsla 8. árgang
Þriðjudaginn 16. september verður foreldrafræðsla fyrir foreldra/forráðamenn nemenda í 8. árgangi. Fræðslan verður haldin í fjölnotasal skólans fyrir innan matsal og hefst kl. 17:00. Mikilvægt er að foreldri eða forráðamaður frá hverju barni komi á fræðsluna. Sjá nánar auglýsingu hér.
Aðalfundur foreldrafélagsins í kvöld
Aðalfundur foreldrafélags Stekkjaskóla er í kvöld, þriðjudaginn 9.september. Fundurinn fer fram á kaffistofu starfsmanna á 2. hæð og hefst kl. 20:00. Tekið er fram að enginn er neyddur í stjórn 🙂 Fjölmennum