Mánudaginn 29. nóvember hefst skólastarfið að Heiðarstekk 10, í rúmgóðu og fallegu húsnæði. Mikið þrekvirki hefur verið unnið síðustu daga við að koma öllu í stand og undirbúa komu nemenda í skólann. Starfsdagarnir fyrir helgi voru mjög vel nýttir í þá vinnu þar sem húsgögnum og búnaði var komið fyrir á rétta staði.
Starfsmönnum skólans er mikið í mun að börnunum líði vel í skólanum og við hlökkum mikið til að hitta þau á mánudagsmorgun. Í tilefni flutninganna komu forsvarsmenn sveitarfélagsins í heimsókn í gær, föstudaginn 27. nóvember, og færðu starfsmönnum hamingjuóskir, blóm og konfekt.
Til hamingju með nýtt húsnæði kæru starfsmenn, nemendur, forráðamenn og íbúar í Sveitarfélaginu Árborg.
Hér sjáið þið þriðja fréttabréf Stekkjaskóla skólaárið 2021-2022 sem er tileinkað þessum merkilegu tímamótum skólans með ýmsum hagnýtum upplýsingum.