Einelti
Öryggismál
Á vormánuðum 2024 voru unnar viðbragðsáætlanir fyrir Stekkjaskóla. Á heimasíðu skólans eru upplýsingar um öryggismál skólans og helstu áætlanir.
Rýmingaráætlun. Sjá hér.
Myndræn lýsing vegna rýmingar skólans.
Viðbragðsáætlun vegna bruna, jarðskjálfta og slysa. Sjá hér.
Öryggisnefnd
Í stofnunum þar sem starfsmannafjöldinn er 50 starfsmenn eða fleiri skal stofna sérstaka öryggisnefnd. Starfsfólk kýs að lágmarki tvo fulltrúa úr hópi starfsfólks og atvinnurekandi tilnefnir að lágmarki tvo öryggisverði fyrir sína hönd í nefndina. Hlutverk öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda er meðal annars að koma að gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum og stuðla að góðu vinnuverndarstarfi. Í Stekkjaskóla eru yfir 60 starfsmenn og því starfandi öryggisnefnd. Hana skipa:
Öryggistrúnaðarmenn:
Auður María Óskarsdóttir, íþróttakennari
Inga Guðrún Eydísardóttir, stuðningsfulltrúi
Öryggisverðir:
Hilmar Björgvinsson, skólastjóri
Jón Karl Jónsson, umsjónarmaður fasteigna
Viðbrögð við vá
Hér verður gerð grein fyrir þeim hættum sem geta komið upp á í skóla og á skólatíma.
Óveður
Stundum getur skólahald raskast vegna óveðurs. Þá er ætlast til að foreldrar/forráðamenn
meti hvort óhætt sé að senda nemendur í skólann. Kennslu er haldið uppi samkvæmt stundaskrá þó fáir nemendur mæti í skólann. Ef veður versnar á skólatíma eru nemendur ekki sendir heim þegar skóla lýkur, heldur látnir bíða í skólanum uns þeir verða sóttir eða þar til veðri slotar.
Veikindafaraldur
Stekkjaskóli er með viðbragðsáætlun vegna inflúensufaraldurs um skipulag og stjórn aðgerða í skólanum í samræmi við áætlun Almannavarna um viðbrögð við heimsútbreiðslu inflúensu. Markmið áætlunarinnar miðar að því að lágmarka áhrif inflúensufaraldurs og afleiðinga innan skólans. Eftirfarandi gildir almennt um inflúensufaraldur.
Helstu leiðir til að draga úr smiti:
- Veikist nemandi þannig að einkennin bendi til inflúensu er honum ráðlagt að halda sig heima í tvo daga eftir að hann er orðinn hitalaus. Ekki er þörf á því að aðrir sem eru einkennalausir á heimili sjúklings haldi sig heima.
- Hreinlæti skiptir mestu máli í að draga úr smithættu. Þar ber fyrst að nefna mikilvægi handþvottar og að fólk hósti í olnbogabót/ekki í lófa
- Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra á www.influensa.is.
- Öllum starfsmönnum skólans er boðið upp á bólusetningu fyrir árlegri inflúensu.
Jarðskjálfti
Viðbrögð við jarðskjálftum: http://www.almannavarnir.is/natturuva/jardskjalftar/vidbrogd-vid-jardskjalfta
Eldgos
Viðbrögð við eldgosi: http://www.almannavarnir.is/natturuva/eldgos/vidbrogd