Lausnateymi
Lausnateymi Stekkjaskóla er skipað þverfaglegum hópi sérfræðinga innan skólans sem deildarstjóri stoðþjónustu stýrir. Komi upp áhyggjur af þroska, hegðun, líðan eða námslegri stöðu nemenda getur foreldri og/eða umsjónarkennari fyllt út tilvísun til lausnarteymis. Verkefni teymisins er að fara vel yfir stöðuna, kanna hvað hefur nú þegar verið gert og leggja mat á framhaldið. Teymið athugar hver gæti frekari íhlutun skólans verið og hvort óska þarf eftir aðkomu Fjölskyldusviðs Árborgar. Lausnarteymið fundar hálfsmánaðarlega. Í lausnateymi Stekkjaskóla sitja: Deildarstjóri stoðþjónustu, deildarstjóri yngra stigs, náms- og starfsráðgjafi, þroskaþjálfi, sérkennarar og hjúkrunarfræðingur skólans. Þar að auki koma kennsluráðgjafi og talmeinafræðingur frá skólaþjónustu Árborgar á alla lausnateymisfundi skólans. Aðrir eru kallaðir inn hverju sinni ef þurfa þykir.