Stoðþjónusta og sérkennsla
Deildarstjóri stoðþjónustu fer fyrir þróun stoðþjónustu skólans og er næsti yfirmaður þeirra sem sinna stoðþjónustu í skólanum. Hann hefur yfirsýn yfir nemendur skólans sem njóta stoðþjónustu og úthlutar stoðþjónustutímum vegna þessara nemenda í samráði við stjórnendur og kennara. Í hverjum árgangi eru einn eða fleiri stuðningsfulltrúar og fer fjöldi þeirra eftir stærð árgangs og þjónustuþörf.
Sérkennarar Stekkjaskóla sjá um kennslu nemenda með íslensku sem annað tungumál. Markmið kennslu nemenda með annað móðurmál er að styðja þá til þátttöku í hinu nýju samfélagi, auðga það og styrkja svo þau megi verða fullgildir þátttakendur í íslensku samfélagi. Jafnframt þarf að styðja við móðurmál og menningu hvers barns því þar er grunnurinn sem byggt er á.
Lagðar eru fyrir ýmsar skimanir, einkum í tengslum við lestur, bæði fyrir árganga og einstaklinga. Tilgangur þeirra er að greina vanda nemenda snemma og vísa þeim áfram til frekari greiningar ef þess þarf. Stoðþjónustan er í samstarfi við ýmsar stofnanir og sérfræðinga utan skólans sem deildarstjóri stoðþjónustu skólans stýrir.