Fréttasafn

Fréttir frá Stekkjaskóla

Þemadögum lýkur

16 maí, 2025

Síðastliðna þrjá daga hafa nemendur og starfsfólk unnið saman að fjölbreyttum verkefnum tengd þemadögum í Stekkjaskóla. Við vorum einstaklega heppin með veður sem var gott þar sem um helmingur af verkefnunum voru unnin utandyra. Okkur þótti sértaklega gaman að sjá […]

Árborg-Selfoss bærinn minn og nærumhverfi

14 maí, 2025

Í dag byrjuðu þemadagar í Stekkjaskóla en þeir standa yfir 14.-16. maí. Þemað er ,,Árborg – Selfoss bærinn minn og nærumhverfi. Nemendum er skipt upp í aldursblandaða hópa sem eru 12 talsins og fara allir nemendur á 6 stöðvar þessa […]

Vorskipulag Stekkjaskóla

10 maí, 2025

Nú styttist heldur betur í skólalok hjá okkur en þangað til er ýmislegt skemmtilegt á döfinni eins og sjá má hér. Á þemadögunum 14.-16. maí og vordögum 3.-5. júní lýkur skóladeginum um kl. 13:00 hjá öllum nemendum skólans.  Skólaslit verða […]

Opinn fundur í skólaráði og kaffihúsafundur um innra mat

7 maí, 2025

Mánudaginn 12. maí kl. 8:20 verður opinn fundur í skólaráði Stekkjaskóla.   Farið verður m.a. yfir niðurstöður úr nemendakönnun skólapúlsins og sagt frá kaffihúsafundi um innra mat. Fundurinn fer fram í myndmenntastofu skólans á 1. hæð í áfanga 2. Dagskrá: Skólapúlsinn […]

Deildarstjóri eldri deildar óskast

6 maí, 2025

Stekkjaskóli á Selfossi óskar eftir deildarstjóra eldri deildar í 100% starfshlutfall. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2025. Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem er fær um að taka að sér stjórnunarlega ábyrgð, þátttöku í […]

Þemadagar 14.-16. maí – breytt dagsetning

2 maí, 2025

Þemadagar Stekkjaskóla verða dagana 14.-16. maí. Yfirskrift dagana er Árborg – Selfoss bærinn minn og nærumhverfi. Nemendum verður skipt upp í 12 hópa þvert á árganga.  Allir nemendur fara á sex stöðvar og hér eru  drög að þeim: Fjöruferð á […]

Skóladagatal Stekkjaskóla 2025-2026

2 maí, 2025

Skóladagatal Stekkjaskóla skólaárið 2025-2026 hefur verið samþykkt á kennarafundi, skólaráði og hjá fræðslu- og frístundanefnd Árborgar. Lögbundið skólaár í grunnskóla telst vera 180 nemendadagar. Sérstakir starfsdagar kennara á starfstíma nemenda eru fimm en starfsdagar kennara utan starfstíma nemenda eru átta. […]

1. maí – baráttudagur verkalýðsins

1 maí, 2025

1. maí er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Hann er haldinn hátíðlegur á Íslandi  og tileinkaður réttindum launafólks og mikilvægi öflugrar verkalýðshreyfingar í samfélaginu. Enginn skóli er 1. maí enda er hann frídagur.  

Gleðilega páska

14 apríl, 2025

Starfsmenn Stekkjaskóla óska nemendum, forráðamönnum og velunnurum skólans gleðilegra páska. Páskafrí er dagana 14.-21. apríl. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 22. apríl. Njótið samverustunda í páskfríinu.

Starfsfólk óskast í Stekkjaskóla

22 mars, 2025

Stekkjaskóli fer stækkandi og nú vantar okkur öflugt fólk í frábæran starfsmannahóp skólans. Næsta haust byrjum við með unglingstig og því vantar okkur m.a. deildarstjóra eldri deildar sem er ný staða hjá okkur og tvo umsjónarkennara í 8. bekk. Einnig […]

Nemendur Stekkjaskóla sigruðu Svakalegu upplestrarkeppnina

22 mars, 2025

Við fengum góðan gest í heimsókn til okkar fimmtudaginn 20. mars þegar Blær Guðmundsdóttir kom og veitti okkur viðurkenningu og bókaverðlaun fyrir að hafa unnið Svakalegu lestrarkeppnina á Suðurlandi sem haldin var síðasta haust. Nemendur Stekkjaskóla lásu  alls 93.522 blaðsíður […]

Skemmtun fyrir nemendur 5.-7. bekkjar tókst vel

22 mars, 2025

Fimmtudaginn 20. mars, stóð nemendaráð Stekkjaskóla fyrir skemmtun fyrir nemendur í 5.–7. bekk í samstarfi við félagsmiðstöðina Zelsíuz. Skemmtunin fór fram í sal skólans sem var vel sótt eða um 80% nemenda. Þetta er fyrsta skemmtunin af þessu tagi sem […]