Fréttasafn

Fréttir frá Stekkjaskóla

Starfsfólk óskast í Stekkjaskóla

22 mars, 2025

Stekkjaskóli fer stækkandi og nú vantar okkur öflugt fólk í frábæran starfsmannahóp skólans. Næsta haust byrjum við með unglingstig og því vantar okkur m.a. deildarstjóra eldri deildar sem er ný staða hjá okkur og tvo umsjónarkennara í 8. bekk. Einnig […]

Nemendur Stekkjaskóla sigruðu Svakalegu upplestrarkeppnina

22 mars, 2025

Við fengum góðan gest í heimsókn til okkar fimmtudaginn 20. mars þegar Blær Guðmundsdóttir kom og veitti okkur viðurkenningu og bókaverðlaun fyrir að hafa unnið Svakalegu lestrarkeppnina á Suðurlandi sem haldin var síðasta haust. Nemendur Stekkjaskóla lásu  alls 93.522 blaðsíður […]

Skemmtun fyrir nemendur 5.-7. bekkjar tókst vel

22 mars, 2025

Fimmtudaginn 20. mars, stóð nemendaráð Stekkjaskóla fyrir skemmtun fyrir nemendur í 5.–7. bekk í samstarfi við félagsmiðstöðina Zelsíuz. Skemmtunin fór fram í sal skólans sem var vel sótt eða um 80% nemenda. Þetta er fyrsta skemmtunin af þessu tagi sem […]

Skertur dagur í dag, miðvikudaginn 19. mars, í grunnskólum Árborgar

19 mars, 2025

Í dag miðvikudaginn 19. mars er skertur skóladagur hjá nemendum skv. skóladagatali.       Grunnskólakennarar í Árborg og aðrir uppeldismenntaðir vemeð sameiginlega dagskrá í Stekkjaskóla eftir hádegi. Dr. Sigrún Gunnarsdóttir mun vera með erindi og vinnustofur  um vinnustaðamenningu og vellíðan starfsmanna.  […]

Öskudagur – skertur dagur

4 mars, 2025

Á morgun, miðvikudaginn 5. mars, er öskudagurinn. Það má gera ráð fyrir því að það verði líf og fjör í skólanum eins og undanfarin ár. Við hvetjum nemendur og starfsmenn til að mæta í búningum og gera sér glaðan dag. […]

Kennarar taka ekki forföll ótímabundið vegna stöðunnar í kjaraviðræðum

25 febrúar, 2025

Kennarahópur Stekkjaskóla hefur tekið þá ákvörðun að taka ekki forföll ótímabundið vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum kennara. Ákvörðun þessi er tekin til að sýna forystu KÍ og þeim kennurum sem standa vaktina í verkföllum stuðning í […]

Hinsegin vika í Árborg

24 febrúar, 2025

Vikan 24.-28. febrúar er hinsegin vika í Árborg þar sem markmiðið er að vekja athygli á fjölbreytileikanum. Skólarnir munu taka þátt, hver á sinn hátt en markmið allrar fræðslu er að upplýsa og vinna gegn fordómum. Miðvikudaginn 26. febrúar verður […]

Kennarar ganga út – kennsla fellur niður

21 febrúar, 2025

Kennarasamband Íslands hefur verið í kjaraviðræðum við sína viðsemjendur, ríki og sveitarfélög undanfarna mánuði.  Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu í gær sem samninganefnd kennara samþykkti. Samn­inga­nefnd­ir rík­is­ins og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga höfðu frest til klukk­an tíu í gærkvöldi til að taka […]

Vetrarfrí 17. – 18. febrúar

14 febrúar, 2025

Mánudaginn 17. febrúar og þriðjudaginn 18. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Árborgar samkvæmt skóladagatali.  Skólastarf hefst á ný miðvikudaginn 19. febrúar samkvæmt stundaskrá.Með óskum um ánægjulegt vetrarfrí,starfsfólk Stekkjaskóla

Innritun í grunnskóla skólaárið 2025 – 2026

11 febrúar, 2025

Innritun barna sem eru fædd árið 2019 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2025 fer fram á Mín Árborg til 25. febrúar næstkomandi. Reglur um skólahverfi, innritun og umsóknir í grunnskóla Árborgar má finna hér fyrir neðan […]

Röskun á skólastarfi fimmtudaginn 6. febrúar

5 febrúar, 2025

Eftirfarandi gildir um stofnanir Sveitarfélags Árborgar fyrir fimmtudaginn 6. febrúar 2025: Röskun verður á skólastarfi Hefðbundið skólahald fellur niður. Grunn- og leikskólar verða með mikið skerta starfsemi, þeir halda úti lágmarksmönnun og taka á móti börnum í brýnni neyð. Það […]

Rauð veðurviðvörun á morgun – a red weather alert for tomorrow

5 febrúar, 2025

Veðurstofa Íslands hefur uppfært verðurspá í rauða viðvörun á morgun frá kl 8:00 – 13:00. Í ljósi þess verður skólahald skert og skólaakstur fellur niður.  Frekari upplýsingar koma í fyrramálið hvort unnt sé að opna stofnanir. Foreldrum og forsjáraðilum er […]