Skólasetning Stekkjaskóla

Stekkjaskóli var settur í þriðja sinn miðvikudaginn 23. ágúst. Það voru glaðir nemendur sem mættu í skólann að loknu sumarleyfi og hittu vini sína, bekkjarfélaga og starfsmenn.

Í skólasetningaræðu skólastjóra, Hilmars Björgvinssonar, kom fram að í byrjun skólaársins hefja 224 nemendur nám í  skólanum í 1.-6. bekk. Nýir nemendur eru 59 talsins og þar af eru 42 nemendur sem byrja í 1. bekk. Hann sagði frá áherslu skólans um vellíðan nemenda og starfsmanna og að uppeldisstefna skólans ,,Jákvæður agi“ styðji vel við þá áherslu.  Hann sagði frá því að skýrsla um þróunarverkefni skólans ,,Stekk til framtíðar“ væri komin á heimsíðuna. Þar er fjallað um þær áherslur sem skólinn vinnur eftir.  Sjá hér.

Hilmar sagði frá þeirri nýbreytni að vera með valsmiðjur í 5.-6. bekk sem eru 1.-2 sinnum í viku í 7 vikur í senn. Þar er komið betur til móts við áhugasvið nemenda. Sjá nánar hér.  Einnig kom hann inn á símalaust skólaumhverfi sem hefur verið mikið í umræðunni og ítrekaði að símanotkun nemenda í Stekkjaskóla væri ekki leyfð á skólatíma.

Hér má sjá skólasetningaræðu skólastjóra.