Skóladagatal Stekkjaskóla 2025-2026

Skóladagatal Stekkjaskóla skólaárið 2025-2026 hefur verið samþykkt á kennarafundi, skólaráði og hjá fræðslu- og frístundanefnd Árborgar.

Lögbundið skólaár í grunnskóla telst vera 180 nemendadagar. Sérstakir starfsdagar kennara á starfstíma nemenda eru fimm en starfsdagar kennara utan starfstíma nemenda eru átta. Haust og vetrarfrí eru samtals fjórir dagar og uppbrotsdagar eru samtals 10. Að auki hefur skólastjóri heimild til að skerða viðveru nemenda í allt að 10 daga á skólaárinu sem eru dagar eins og skólasetning, skólaslit, foreldradagar, haustþing kennara, síðasti dagurinn fyrir jól þegar jólaböllin eru og samstarfsfundir kennara. Allir þessir dagar eru útskýrðir með sérstökum litum á skóladagatalinu. 

Sjá dagatalið hér.