Miðvikudaginn 26. nóvember er skertur skóladagur hjá nemendum skv. skóladagatali. Þennan dag er fræðslufundur fyrir alla starfsmenn skólans sem ber yfirheitið ,,Börn á flótta”.
Skóladeginum lýkur kl. 11:10, en nemendur í 1.-4. bekk sem fara í frístund borða kl. 11:10 og verða í skipulögðu frístundastarfi á vegum skólans þar til frístundaþjónustan tekur við kl. 13:10. Því mun skertur dagur ekki hafa mikil áhrif hjá börnum sem eru í frístund.
Aðrir nemendur borða ekki hádegismat í skólanum og fara heim strax að loknum skóla kl. 11:10.
Skólaakstur
Nemendur sem búa í dreifbýlinu og eru ekki í frístund verða keyrðir heim kl. 11:10