Skertur dagur í dag, miðvikudaginn 19. mars, í grunnskólum Árborgar

Í dag miðvikudaginn 19. mars er skertur skóladagur hjá nemendum skv. skóladagatali.      

Grunnskólakennarar í Árborg og aðrir uppeldismenntaðir vemeð sameiginlega dagskrá í Stekkjaskóla eftir hádegi. Dr. Sigrún Gunnarsdóttir mun vera með erindi og vinnustofur  um vinnustaðamenningu og vellíðan starfsmanna. 

 Allir nemendur fara heim kl. 12:00 nema þeir sem eru í frístund.  Stuðningsfulltrúar verða með frístundabörnin í leik og starfi þar til að starfsmenn frístundar taka við þeim um kl. 13:00  Því mun skertur dagur ekki skerðast hjá börnum sem eru í frístund.  

Allir nemendur borða áður en þeir fara heim. 

Skólaakstur 

Nemendur sem búa í dreifbýlinu og eru ekki í frístund verða keyrðir heim kl. 12:10 

 

Kærar kveðjur, skólastjórnendur Stekkjaskóla