Skertur dagur fimmtudaginn 21. nóvember

Fimmtudaginn 21. nóvember er skertur skóladagur hjá nemendum skv. skóladagatali.     Hefðbundnum skóladegi lýkur þá kl. 12:00. 

Þennan dag eru grunnskólakennarar í Árborg og aðrir uppeldismenntaðir með sameiginlega dagskrá í Stekkjaskóla eftir hádegi. Ásta Kristánsdóttir hjá KVAN verður með fyrirlestur um bekkjarstjórnun og foreldrasamskipti.  Í kjölfarið verða fundir í árgangateymum og fagteymum þvert á skólana. 

 

Allir nemendur fara heim kl. 12:00 nema þeir sem eru í frístund.  Stuðningsfulltrúar verða með frístundabörnin í leik og starfi þar til að starfsmenn frístundar taka við þeim um kl. 12:50.  Því mun skertur dagur ekki skerðast hjá börnum sem eru í frístund.  

Allir nemendur borða áður en þeir fara heim. 

 

Skólaakstur 

Nemendur sem búa í dreifbýlinu og eru ekki í frístund verða keyrðir heim um  kl. 12:20.