Fimmtudaginn 20. mars, stóð nemendaráð Stekkjaskóla fyrir skemmtun fyrir nemendur í 5.–7. bekk í samstarfi við félagsmiðstöðina Zelsíuz. Skemmtunin fór fram í sal skólans sem var vel sótt eða um 80% nemenda. Þetta er fyrsta skemmtunin af þessu tagi sem haldin er í skólanum. Nemendur nutu sín við ýmsar skemmtilegar afþreyingar, m.a. dans, borðtennis, spil, Playstation og syngja í karókí sem var mjög vinsælt meðal nemenda.
