Sinfóníutónleikar 

Miðvikudaginn 29. september heimsótti Sinfóníuhljómsveit Suðurlands alla 4. bekki í Árborg. Spilaði hljómsveitin fyrir nemendur nokkur skemmtileg lög, fluttu ævintýrið Lykilinn og nemendur sungu lagið Á Sprengisandi.

Á tónleikunum kom 14 manna klassísk hljómsveit fram sem er smækkuð sinfóníuhljómsveit ásamt sögumanni og stjórnanda.

Verkið Lykillinn sem er eins konar “íslenskur Pétur og úlfurinn”. Sagan segir frá stráknum Benna sem villist í þokunni ásamt hundinum Snata. Þeir lenda m.a. inni í girðingu hjá Geirmundi, mannýgasta nautinu í sveitinni og hitta álfastrák  inni í kletti. Allt fer vel að lokum þegar  þokunni léttir og amma og afi finna Benna með hjálp Snata.

Tónleikarnir voru haldnir í Vallaskóla þar sem nemendur Stekkjaskóla sáu gömlu bekkjarfélagana úr Vallaskóla og Sunnulæk. Allir skemmtu sér vel og voru mjög hrifnir af sinfóníunni.