Röskun á skólastarfi fimmtudaginn 6. febrúar

Eftirfarandi gildir um stofnanir Sveitarfélags Árborgar fyrir fimmtudaginn 6. febrúar 2025:

Röskun verður á skólastarfi

Hefðbundið skólahald fellur niður. Grunn- og leikskólar verða með mikið skerta starfsemi, þeir halda úti lágmarksmönnun og taka á móti börnum í brýnni neyð. Það ber að tilkynna um komu barnanna í skólann með tölvupósti.

Kveðja, stjórnendur.