Stekkjaskóli notar náms- og upplýsingakerfið Mentor, www.infomentor.is
Aðstandendur og nemendur eiga sitt heimasvæði sem er kallað Minn Mentor. Hver og einn fer inn á sinni kennitölu og lykilorði þar sem hægt að fylgjast með skólagöngu barnanna.
Til að komast á heimasvæði er farið inn á heimasíðu Mentors www.infomentor.is og smellt á „Innskráningu“. Notendanafnið er kennitalan viðkomandi. Ef lykilorð hefur gleymst eða notendur eru nýir er smellt á „Gleymt/Nýtt lykilorð“ og slegin inn kennitala. Þá er nýtt lykilorð sent í tölvupósti á netfang viðkomandi sem er skráð í Mentor.
Upplýsingabréf hefur verið sent til ,,nýrra“ aðstandenda sem heitir: Aðstandendur – Að byrja í skóla. Við hvetjum forráðamenn að lesa bréfið vel en það er hægt að nálgast á heimsíðu skólans.
Jafnframt hefur Mentor gefið út handbók fyrir aðstandendur á íslensku og ensku.
Ef spurningar vakna hjá ykkur forráðamönnum um Mentorkerfið er ykkur velkomið að hafa samband við okkur í Stekkjaskóla.