Stekkjaskóla var slitið í þriðja sinn við hátíðlega athöfn þann 6. júní síðastliðinn. Á skólaslitum yngri nemenda spiluðu tveir nemendur á hljóðfæri, hún Erika Ósk Valsdóttir á fiðlu og Magni Þór Ívarsson á horn. Á skólaslitum eldri nemenda söng kór Stekkjaskóla lagasyrpu undir stjórn Stefáns Þorleifssonar. Það voru glaðir nemendur sem hlupu út í sumarið að lokinni vitnisburðarafhendingu.
Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars. Njótið samverustunda og útiveru og sjáumst hress og endurnærð í haust.
Skólasetning verður fimmtudaginn 22. ágúst og kennsla hefst skv. stundaskrá föstudaginn 23. ágúst.
Gleðilegt sumar.
Starfsmenn Stekkjaskóla