Gleðilegt nýtt ár og til hamingju með 2. áfanga
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samstarfið á liðnu ári. Það er ánægjulegt að segja frá því að 2. áfangi skólans var afhentur sveitarfélaginu fyrir jólaleyfi. Stórglæsileg bygging sem er með heimasvæði fyrir nemendur á miðstigi og unglingastigi. Í þessum áfanga er einnig aðstaða fyrir upplýsingaver skólans (bókasafn), myndmenntastofa, náttúrufræðistofa með gróðurskála, hreyfirými, félagsaðstaða …