Í dag sendu stjórnendur Stekkjaskóla fréttabréf á forráðamenn. Meðal efnis er umfjöllun um stöðu framkvæmda við færanlegu kennslustofurnar, undirbúningur að stofnun foreldrafélags skólans, hverjir eru foreldratenglar, fréttir frá list- og verkgreinakennurum og umfjöllun um áformsbækur og námsmarkmið.
Framundan er haustfrí, þ.e. fimmtudaginn 14. október og föstudaginn 15. október. Frístund Stekkjaskóla er jafnframt lokuð.
Við óskum nemendum og forráðamönnum ánægjulegs haustfrís.
Sjá fréttabréfið hér.