Skertur dagur fimmtudaginn 21. nóvember
Fimmtudaginn 21. nóvember er skertur skóladagur hjá nemendum skv. skóladagatali. Hefðbundnum skóladegi lýkur þá kl. 12:00. Þennan dag eru grunnskólakennarar í Árborg og aðrir uppeldismenntaðir með sameiginlega dagskrá í Stekkjaskóla eftir hádegi. Ásta Kristánsdóttir hjá KVAN verður með fyrirlestur um bekkjarstjórnun og foreldrasamskipti. Í kjölfarið verða fundir í árgangateymum og fagteymum þvert á skólana. …