Framundan er skertur skóladagur og starfsdagur.
Skertur dagur – fimmtudaginn 9. október
Þá lýkur skóla hjá öllum kl. 13:00. Nemendur í frístund fara beint eftir skóla í hefðbundið frístundastarf.
Nemendur sem taka „sveitarútuna“ taka hana heim um 13:15 þegar hún hefur sótt í hina skólana.
Haustþing kennara -starfsdagur 10. október
Föstudaginn 10. október er starfsdagur í skólanum og því frí hjá nemendum.
Kennarar og annað uppeldismenntað starfsfólk verður á Haustþingi kennarafélags Suðurlands. Skólastjórnendur verða á námsstefnu Skólastjórafélags Íslands sem haldið er að þessu sinni í Vallaskóla á Selfossi.
Stuðningsfulltrúar og aðrir starfsmenn verða á skyndihjálpanámskeiði í Stekkjaskóla.