Kennarar ganga út – kennsla fellur niður

Kennarasamband Íslands hefur verið í kjaraviðræðum við sína viðsemjendur, ríki og sveitarfélög undanfarna mánuði. 

Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu í gær sem samninganefnd kennara samþykkti. Samn­inga­nefnd­ir rík­is­ins og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga höfðu frest til klukk­an tíu í gærkvöldi til að taka af­stöðu til til­lög­unn­ar. Fresturinn var framlengdur aftur fram að hádegi í dag. 

Kennarar ganga út núna klukkan rúmlega 12:00 

Núna klukkan rúmlega 12:00 ákváðu kennarar í Stekkjaskóla að ganga út til að mótmæla stöðunni sem upp er komin en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði innanhústillögunni.

Því verða nemendur í 5.-7.bekk sendir heim núna (Kl.12:05). 

Nemendur sem eru 1.-4. bekk verða hér í skólanum þar til kl. 13:10 og munu stuðningsfulltrúar og aðrir en kennarar gæta þeirra. 

 

Ef spurningar vakna má senda póst á stekkjaskoli@stekkjaskoli.is eða hringja á skrifstofu skólans. 

 

Kærar kveðjur, skólastjórnendur Stekkjaskóla