Skólahjúkrun

Skólahjúkrunarfræðingur er með viðveru í skólanum á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum kl 8:10-11:50.

Skólahjúkrunarfræðingur Stekkjaskóla er Hrafnhildur Björk Gunnarsdóttir netfang: stekkjaskoli@hsu.is

Meginmarkmið skólaheilsugæslu er að stuðla að því að börn fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á. Skólaheilsugæslan leitast við að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra.

1. árgangur - Börn vigtuð, hæðarmæld og sjónprófuð.

4. árgangur – Börn vigtuð, hæðarmæld, sjónprófuð og viðtal

Slys

Verði barnið fyrir slysi í skólanum annast hjúkrunarfræðingur bráðahjálp þegar hann er staddur í skólanum og hefur samband við foreldra ef ástæða er til. Þurfi barn að fara á heilsugæslustöð (slysa – og bráðamóttöku) eða annað, er æskilegt að foreldri fylgi því. 

Lyf

Börn skulu ekki hafa nein lyf undir höndum í skólanum nema í algjörum undartekningartilvikum. Slíkar lyfjagjafir geta t.d. verið insúlíngjafir sem barnið sér þá sjálft um. Foreldrar þeirra barna sem þurfa lyf á skólatíma eiga að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing. Ekki eru gefin verkjalyf í

skólanum og því eru foreldrar beðnir um að gera viðeigandi ráðstafanir sé þörf á.

Lús

Af og til hefur orðið vart við höfuðlús. Það er ekki hlutverk skólahjúkrunarfræðinga að kemba hár barna. Hlutverk þeirra er að fyrirbyggja lús, ráðleggja, styrkja og leiðbeina þegar lús greinist hjá barni. Það er foreldra/forráðamanna að sjá um að fylgjast með hári barna sinna og meðhöndla ef lús greinist. Finnist eitthvað athugavert er mikilvægt að gera hjúkrunarfræðingi skólans tafarlaust viðvart. Komi lús upp í bekk eru skilaboð send heim með börnunum í þeim árgangi.