Fimmtudaginn 27. apríl var árshátíð 5. bekkjar. Nemendur sýndu leikritið Dýrin í Hálsaskógi. Nemendur sáu um handritsgerð, leikmuni og búningahönnun og æfðu leikritið og sönginn mjög vel undir stjórn kennaranna sinna, stuðningsfulltrúa, tónmenntakennara o.fl. Jafnframt voru margir nemendur duglegir að æfa sig heima.
Leiksýningin gekk alveg glimrandi vel og voru foreldrar og aðrir gestir virkilega ánægðir með frammistöðu nemenda. Þetta var glæsilegur leiksigur hjá þeim og söngurinn var mjög flottur. Einsöngvararnir stóðu sig sérstaklega vel. Til hamingju með frábæran árangur nemendur.
Að lokinn leiksýningu voru veitingar í boði foreldra í matsalnum þar sem sýningin fór fram og í framhaldinu skoðuðu foreldrar heimastofu barnanna sinna.
Til hamingju með vel heppnaða árshátíð nemendur, starfsmenn og foreldrar.