Mánudaginn 28. febrúar verður alþjóðadagur sjaldgæfra sjúkdóma haldinn hátíðlegur um allan heim og verður Ísland þar engin undantekning. Félagasamtökin Einstök börn hvetja alla til þess að klæðast einhverju glitrandi þann dag og sýna með því stuðning í verki til þeirra sem lifa með sjaldgæfum sjúkdómum eða heilkennum.
Nemendur og starfsmenn Stekkjaskóla ætla að taka þátt í deginum og vonandi sjáum við einhverja glitrandi þennan dag.
Á mánudaginn er jafnframt bolludagurinn og þá er hefð fyrir því í skólum landsins að margir nemendur komi með bollur í nesti.