Val á miðstigi MENU

Val á miðstigi í Stekkjaskóla

Í Stekkjaskóla leggjum við mikla áherslu á fjölbreytt nám og fjölbreytta kennslu. Með því að bjóða upp á val á miðstigi viljum við efla nemendalýðræði og áhugasviðsnám. Markmiðið er líka að virkja nemendur á því sviði sem þau hafa áhuga á, að vinna saman að þvert á árganga og jafnframt að kynna fyrir þeim nýjar og fjölbreyttar greinar.

  • Valið í Stekkjaskóla er blandað á milli tveggja árganga. 5. og 6 árgangs. Nemendur fæddir 2012 og 2013 eru því saman í tíma,
  • Valið í Stekkjaskóla nær til sex kennslustunda á viku. Þrisvar sinnum í viku, 80 mínútur í senn.
  • Valinu er skipt upp í tvo flokka. Val-A nær til fjögurra kennslustunda á viku. Val-B nær til tveggja kennslustunda á viku.
  • Það verða fimm tímabil í vetur þar sem nemendur geta valið. Nemendur fá því tækifæri til að fara í 10 mismunandi valgreinar yfir skólaveturinn.

Valgreinatímabil

Tímabil 1: 28. ágúst - 13. október

Tímabil 2: 16. október - 8. desember

Tímabil 3: 11. desember - 9. febrúar

Tímabil 4: 12. febrúar - 12. apríl

Tímabil 5: 15. apríl - 24. maí