Tímabil 4: 2. febrúar - 27. mars
Val A
Er kennt á mánudögum og fimmtudögum kl. 12:30-13:50
01 Heimilisfræði
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Hilmar Guðlaugsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Heimilisfræði er ekki valgrein. Allir fara í heimilisfræði a.m.k. einu sinni í vetur.
Í þessu valfagi er lögð áhersla á eldamennsku og bakstur í bland.
Farið verður yfir meðhöndlun hráefnis og matvæla, umgengni og þrif á helstu áhöldum í eldhúsinu auk almenns frágangs. Auk þess verur farið yfir tengsl næringar og heilsu ásamt ýmsum þáttum tengdum heimilishaldi.
Í vetur munu nemendur nota vefinn til að finna uppskriftir. Velja sér eitthvað til að elda eða baka og taka sig svo upp. Hluti af námsmatinu í heimilisfræði er myndbandið sem nemendur skila af sér.
Hæfniviðmið
- Kynnist helsta handbragði í matreiðslu og bakstri.
- Matreitt einfalda rétti eftir uppskrift og unnið sjálfstætt.
- Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi.
- Gert sér grein fyrir helstu kostnaðarliðum við heimilishald og sé meðvitaður um neytendavernd.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt vinnusemi, frumkvæði, vandvirkni, umgengni og ábyrgð eru metin.

02 Tölvan
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Í þessari valgrein ætlum við að prófa ýmislegt. Nemendur fá að einhverju leyti að stjórna því sem verður gert. Við munum t.d. prófa litla róbóta, læra ýmis konar á forrit, skoða forritun, skapa ýmislegt, o.fl. Það verða ekki spilaðir leikir.
Hæfniviðmið
- Að geta nýtt hugbúnað við gerð margvíslegra kynninga.
- Að geta nýtt hugbúnað við uppsetningu ritunarverkefna samkvæmt viðmiðum um uppsetningu og frágang.
- Að geta nýtt hugbúnað við gagnasöfnun og framsetningu á tölulegum gögnum.
- Að geta nýtt tæki og hugbúnað við ljósmyndun og stuttmyndagerð.
- Að geta nýtt tæki og hugbúnað við einfalda hönnun, myndvinnslu og myndsköpun.
- Að geta hugað að eigin heilsu og vellíðan við notkun stafrænnar tækni og gert sér grein fyrir mikilvægi jafnvægis í skjátíma.
- Að geta gert sér grein fyrir mikilvægi þess að vernda persónuupplýsingar og friðhelgi einkalífs í stafrænu umhverfi og áttað sig á hverjum sé hagur af því að safna stafrænum upplýsingum.
- Að geta rætt og útskýrt að öll netnotkun einstaklinga skilur eftir sig spor í stafrænu umhverfi til langframa.
- Að geta gert sér grein fyrir helstu hættum í stafrænu umhverfi og þekkt vel ólíkar leiðir til að tilkynna ólöglegt og vafasamt efni á netinu og að samfélagsmiðlar hafa áhrif á samskipti.
- Að geta flokkað og vistað gögn á öruggan hátt.
- Að geta nýtt hugbúnað og tæki á fjölbreyttan hátt og til að leysa fjölbreyttar þrautir. Hafa fengið kynningu á grunnhugtökum í forritun.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin. Einnig er horft til vinnusemi, frumkvæðis, vandvirkni, umgengni og ábyrgðar.

03 Apað (Copycat)
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Myndlistaval fyrir 7.–8. bekk. Í valinu vinna nemendur markvisst að því að herma nákvæmlega eftir teikningum eða málverkum meistaranna. Áhersla er lögð á vandvirkni, hlutföll, línur, skyggingu, liti og faglegt vinnulag. Nemendur sem velja þetta val þurfa að vera þolinmóðir og nákvæmir.
Hæfniviðmið
Að loknu vali er stefnt að því að nemandi geti:
- ...greint myndlistarverk með tilliti til hlutfalla, forma, lína og lita.
- ...beitt mælingum og athugun til að endurgera myndverk af nákvæmni.
- ...sýnt stjórn á teikni- og/eða málunaraðferðum.
- ...unnið þolinmótt og markvisst að langtímaverkefni.
- ...borið saman eigin verk og fyrirmynd með gagnrýnum hætti.
- ...sýnt virðingu fyrir verkum og vinnubrögðum myndlistarmeistara.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin. Einnig er horft til vinnusemi, frumkvæðis, vandvirkni, umgengni og ábyrgðar.

04 Náttbuxur
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Nemendur kynnast grunnaðferðum í vélsaum og sauma náttbuxur úr flónel. Lögð er áhersla á að nemendur læri að sníða eftir sniði og gera buxur frá grunni.
Hæfniviðmið:
- Að nemendur geti lagt saman efnisbrúnir og títiprjónað.
- Að nemendur geti saumað með fót við brún.
- Að nemendur geti unnið eftir ferli og leyft sköpunargleðinni að ráða
- Að nemendur kunni að sauma zikk zakk
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin. Einnig er horft til vinnusemi, frumkvæðis, vandvirkni, umgengni og ábyrgðar.

05 Gullastokkur
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Nemendur smíða lítinn kistil fyrir gull og gersemar. Farið verður í Fablab og prentað með laser á lokið og led borði með USB tengdur inn í það .
Hæfniviðmið
- Að nemendur noti ólíkan efnivið og kynnist notkun laser og Fablab.
- Að nemendur vinni eigin teikningu til að prenta á hlut í laser.
- Að nemendur læri að nota verkfæri við hæfi, beita þeim rétt og rétta umhirðu þeirra.
Námsmat
Leiðsagnarmat og símat.

06 Skólahreysti
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Magnús Hilmar Viktorsson og Viktorija Riskute
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Skólahreysti er spennandi og krefjandi valgrein fyrir nemendur sem hafa áhuga á hreyfingu, styrk og samvinnu. Í valinu er lögð áhersla á alhliða líkamlega þjálfun þar sem unnið er markvisst að því að bæta styrk, þol, liðleika og snerpu á uppbyggilegan hátt.
Nemendur kynnast æfingum sem byggja á greinum Skólahreysti, sem eru upphífingar, dýfur, armbeygjur, hanga og hindrunarbraut. Jafnframt er lögð áhersla á góða líkamsbeitingu og jákvætt hugarfar.
Valgreinin hentar bæði þeim sem stefna á þátttöku í Skólahreysti og einnig nemendum sem vilja bæta líkamlega færni, sjálfstraust og gleði í hreyfingu. Markmiðið er að efla heilsu, þrautseigju og liðsheild í gegnum skemmtilegt og hvetjandi æfingaumhverfi.
Valið fer fram í WordFit aðstöðunni í Sundhöll Selfoss og nemendur þurfa að labba/hjóla sjálfir þangað frá skólanum.
Markmið:
- Nemandi getur tekið þátt í fjölbreyttum styrktar- og þolæfingum.
- Nemandi getur framkvæmt grunnæfingar í Skólahreysti.
- Nemandi getur sýnt þrautsegju, sjálfsaga og jákvætt hugarfar við líkamlegar áskoranir.
Námsmat
Þátttaka og virkni nemenda.

Val B
Er kennt á miðvikudögum kl. 08:10-09:30
01 Heimilisfræði
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Elín Ása Magnúsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Í þessu valfagi er lögð áhersla á eldamennsku og bakstur í bland.
Farið verður yfir meðhöndlun hráefnis og matvæla, umgengni og þrif á helstu áhöldum í eldhúsinu auk almenns frágangs. Auk þess verur farið yfir tengsl næringar og heilsu ásamt ýmsum þáttum tengdum heimilishaldi.
Í vetur munu nemendur nota vefinn til að finna uppskriftir. Velja sér eitthvað til að elda eða baka og taka sig svo upp. Hluti af námsmatinu í heimilisfræði er myndbandið sem nemendur skila af sér.
Hæfniviðmið
- Kynnist helsta handbragði í matreiðslu og bakstri.
- Matreitt einfalda rétti eftir uppskrift og unnið sjálfstætt.
- Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi.
- Gert sér grein fyrir helstu kostnaðarliðum við heimilishald og sé meðvitaður um neytendavernd.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt vinnusemi, frumkvæði, vandvirkni, umgengni og ábyrgð eru metin.

02 Hljómsveit
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Nú stofnum við hljómsveit. Pælingin er að ákveða saman 1-3 lög, æfa vel saman og spila svo litla tónleika fyrir allan skólann á stóra sviðinu.
Hæfniviðmið
- Vinna með tónlist í samspili við aðra.
- Sýna öðrum virðingu og þolinmæði.
- Lagt metnað í að æfa sig til þess að bæta eigin getu og hæfni.
- Tekið leiðsögn og uppbyggilegri gagnrýni á jákvæðan hátt.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat ásamt þátttöku í tímum.

03 Leiklist fyrir alla – sköpun og gleði
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 16 vikur
Kennari: Guðný Lára Gunnarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Leiklistarval – 16 vikur af leikgleði og sköpun!
Langar þig að kynnast leikhúsheiminum á skemmtilegan, lifandi og skapandi hátt? Í þessu vali förum við í ævintýri þar sem þú lærir að tjá þig, byggja upp persónur og segja sögu með leiklist.
Í hverjum tíma verður farið í spennandi leiklistaræfingar, spunavinnu, og skemmtilega hópvinnu þar sem við láta hugmyndirnar fljúga! Þú færð tækifæri til að búa til þitt eigið leikrit með vinum þínum, prófa að lesa handrit og skoða hvernig þú getur skapað persónur sem lifna við fyrir framan áhorfendur.
Á meðan við æfum okkur í framkomu, tjáningu og samvinnu, byggjum við upp sterka og jákvæða stemningu þar sem allir fá að njóta sín og finna leikgleðina.
Og að lokum? Ef vel gengur búum við til okkar eigin leiklistarhátíð þar sem allir sýna það sem þeir hafa skapað og lært –þetta gæti orðið ógleymanleg!
Komdu með þinn kraft, hugmyndir og orku – við ætlum að skapa, hlæja og standa saman!
Hæfniviðmið
- Geti nýtt sér hugmyndir jafningja og lagt fram sínar eigin í leikrænu ferli og við undir- búning og sköpun leikþáttar.
- Geti nýtt sér efni úr ýmsum áttum sem kveikju við frumsköpun leikins efnis. Skapað leikþætti í félagi við aðra með skýrum persónum, söguþræði og framvindu.
- Geti nýtt sér leikmuni, búninga, einfaldan sviðsbúnað og tækni til þess að styrkja sköpun sína.
- Geti flutt leiktexta í hlutverki á viðeigandi hátt fyrir framan áhorfendur.
Námsmat
Símat þar sem litið verður til þátttöku og virkni nemenda.

04 Pallborðsumræður
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Nemendur koma með hugmyndir að umræðuefnum með því að skila inn miða (leynilegt)Í hverjum tíma er eitt umræðuefni valið og nemendur þurfa að vera undirbúnir fyrir umræðurnar.
Umræðuefnin geta verið fjölbreytt, til dæmis kynfræðsla, samfélagsmál, áhugamál, netmenning, líðan eða önnur málefni sem skipta nemendur máli.
Markmið
- Að efla tjáningu og samskiptafærni nemenda
- Að þjálfa gagnrýna hugsun og sjálfstæða skoðanamyndun
- Að styrkja virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum
Hæfniviðmið
Að loknu vali er stefnt að því að nemandi geti:
- ...tekið virkan þátt í umræðum á málefnalegan og virðingarfullan hátt.
- ...tjáð eigin skoðanir skýrt og rökstutt þær.
- ...hlustað á aðra og brugðist við ólíkum sjónarmiðu.
- ...undirbúið sig markvisst fyrir umræðutíma.
- ...lagt fram spurningar sem stuðla að dýpri umræðu.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin.

05 Hönnunarval Gamalt verður nýtt
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Nemendur nýta efnivið sem til er í skóla og/eða koma með efnivið að heiman þar sem þeir nýta það sem til er og hanna nýja hluti.
Markmið:
- Að nemendur kynnist grunnaðferðum og áhöldum greinarinnar.
- Að nemendur geti unnið eftir ferli og leyft sköpunargleðinni að ráða.
- Að nemendur vinni hugmynd frá skissu að fullbúnum hlut.
Námsmat
Leiðsagnarmat og símat.

06 Tinkercad
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Nemendur læra grunnatriði í þrívíddarforriti og hanna eða teikna sinn eigin hlut til framleiðslu fyrir þrívíddarprentara. Áhersla lögð á eigin teikningu og hönnun.
Hæfniviðmið
- Að nemendur læri grunnatriði í þrívíddarteikningu.
- Að nemendur vinni hugmynd frá skissu að tilbúnum hlut.
- Að nemendur hanni og “teikni” hlut sem þeir prenta svo út.
Námsmat
Leiðsagnarmat og símat.

Ef þið hafið einhverjar athugasemdir eða spurningar þá vinsamlegast sendið línu á leifur@stekkjaskoli.is