Tímabil 4: 2. febrúar - 27. mars

Nemendur í 5.-6. bekk velja fimm sinnum yfir veturinn einhverja valgrein sem tengist áhugasviði.
Ásamt þessum valgreinum verða allir nemendur í hefðbundnum list- og verkgreinum.

Nemendur fá valblað með sér heim sem fyllar þarf út heima.

Nauðsynlegt er að nemendur velji með foreldrum og/eða forráðamönnum og fái undirskrift á blaðið.


Val

Er kennt á miðvikudögum kl. 12:30-13:50


01 Kyrrðar vegferð

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari:  Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur kynnast grunnatriðum teygjuæfinga, jóga, slökunar og öndunar með áherslu á ró, líkamsvitund og öryggi. Samhliða hreyfingu og slökun er fjallað um heilsu og heilsusamlegar lífsvenjur, svo sem:
• hreyfingu og hvíld
• svefn
• næringu
• streitu og slökun

Þetta er val fyrir þá sem hafa virkilegan áhuga á að öðlast ró og slökun.

Hæfniviðmið  

Að loknu vali er stefnt að því að nemandi geti:

  • ...framkvæmt einfaldar teygju- og jógaæfingar á öruggan hátt.
  • ...beitt einföldum öndunar- og slökunaraðferðum til að auka ró.
  • ...útskýrt einföld tengsl hreyfingar, hvíldar og heilsu.
  • ...nefnt dæmi um heilsusamlegar lífsvenjur.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin. 


02 Þrívíddarprentun

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nú lærum við að teikna hluti á tölvu í þrívídd og prófum svo að prenta það út í þrívíddarprentara. Til þess notum við forritið Tinkercad.

Hæfniviðmið

  • Læra grunnatriði í teikniforritinu Tinkercad.
  • Læra um þrívíð form og hvernig ásarnir snúa.
  • Fylgja myndbands leiðsögn.
  • Vista gögn á tölvu.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat ásamt þátttöku í tímum.


03 Föndur og ýmis sköpun

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Elín Anna Lárusdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur fá að prufa að búa til hinar ýmsar gerðir föndur verkefnum eins og að búa til lukt, óróa og fleira skemmtilegt. Nemendur fá einnig að koma með eigin hugmyndir að verkefnum sem við reynum að finna leiðir saman að. 

Markmið:  

  • Að nemendur sýni sjálfstæði og séu tilbúin að koma sínum hugmyndum á framfæri og fara eftir leiðbeiningum kennara.
  • Að nemendur geti unnið með hugmynd að fullunnu verki.
  • Að nemendur þrói sköpunarhæfileika sína.
  • Að nemendur geti notað vönduð vinnubrögð.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat


04 Six/Seven

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Kristín Hanna Guðmundsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessu vali vinna nemendur með string art og vinabönd. Nemendur læra grunnatriðin í string art og mismunandi aðferðir við að búa til vinabönd. Áhersla er lögð á það að nemendur fái að vinna mikið með sköpun og hönnun. Í lok valsins eiga nemendur að vera með falleg og persónuleg verk í höndunum. 

Hæfniviðmið

  • Að nemendur kynnist og tileinki sér grunnatriði í string art.
  • Að nemendur læri að búa til vinabönd með mismunandi aðferðum.
  • Að nemendur þjálfi fínhreyfingar, þolinmæði og einbeitingu.
  • Að nemendur efli samskipti, samvinnu.

Námsmat

Virkni og þátttaka í tímum og verkefnaskil.


05 Límmiðar og fatavinyll

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur kynnast eiginleikum vinyls sem við notum til að setja texta/myndir á efni.  Lærum hvernig við getum notað vinyl til að búa til skilti sem og hvernig við gerum límmiða til að merkja ýmsa hluti.

Val verður um verkefni t.d. púðar, töskur, pennaveski eða pokar.  Allir gera eitt verkefni þar sem notaður er strauvínyll og eitt verkefni þar sem notaður verður límmiðavínyll.

Hæfniviðmið:

  • Að nemendur kynnist eiginleikum vinyls í textíl og hvaða möguleika það gefur.
  • Að nemendur geti unnið eftir ferli og leyft sköpunargleðinni að ráða.
  • Að nemendur vinni hugmynd frá skissu að fullbúnum hlut.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat


06 Heili & hreyfing

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Heiðar Pétur Halldórsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í valfaginu er lögð áhersla á fjölbreytt og skemmtilegt nám þar sem nemendur púsla, spila spil og taka þátt í hreyfingu. Unnið er með þrautir, borð- og samvinnuleiki ásamt hreyfileikjum sem efla einbeitingu, samvinnu, rökhugsun og líkamlega virkni. 

Hæfniviðmið:  

  •  Að nemandi geti unnið með öðrum í leikjum og verkefnum og sýnt góða samvinnu.
  •  Að nemandi geti leyst einfaldar og flóknari þrautir með rökhugsun og útsjónarsemi.
  •  Að nemandi geti tekið virkan þátt í leikjum og hreyfingu með jákvæðu viðhorfi.

Námsmat

Þátttaka og virkni nemenda.


07 Tónlist í teiknimyndum

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Guðný Lára Gunnarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessari smiðju ætlum við að skoða tónlist í teiknimyndum. Við horfum á klassískar myndir, eða brot úr þeim og pælum aðeins í tónlistinni. Prófum að syngja eitthvað af lögunum og ræðum saman um hvað gerir lög góð.

Markmið:

  • Hlusta á sígild lög úr teiknimyndum.
  • Læra um uppbyggingu tónlistar.
  • Syngja og læra texta.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat


Ef þið hafið einhverjar athugasemdir eða spurningar þá vinsamlegast sendið línu á leifur@stekkjaskoli.is