Tímabil 3: 1. desember - 30. janúar
Val A
Er kennt á mánudögum og fimmtudögum kl. 12:30-13:50
01 Heimilisfræði
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hilmar Guðlaugsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Heimilisfræði er ekki valgrein. Allir fara í heimilisfræði a.m.k. einu sinni í vetur.
Í þessu valfagi er lögð áhersla á eldamennsku og bakstur í bland.
Farið verður yfir meðhöndlun hráefnis og matvæla, umgengni og þrif á helstu áhöldum í eldhúsinu auk almenns frágangs. Auk þess verur farið yfir tengsl næringar og heilsu ásamt ýmsum þáttum tengdum heimilishaldi.
Í vetur munu nemendur nota vefinn til að finna uppskriftir. Velja sér eitthvað til að elda eða baka og taka sig svo upp. Hluti af námsmatinu í heimilisfræði er myndbandið sem nemendur skila af sér.
Hæfniviðmið
- Kynnist helsta handbragði í matreiðslu og bakstri.
- Matreitt einfalda rétti eftir uppskrift og unnið sjálfstætt.
- Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi.
- Gert sér grein fyrir helstu kostnaðarliðum við heimilishald og sé meðvitaður um neytendavernd.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt vinnusemi, frumkvæði, vandvirkni, umgengni og ábyrgð eru metin.

02 Stuttmyndagerð
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Við ætlum að búa til stuttmynd eða stuttmyndir, það fer eftir stærð hópanna. Vinnum frá hugmynd að uppbyggingu handrits. Förum yfir helstu hlutverk eins og leikstjórn, framleiðandi, klippari, hljóðvinnsla, o.fl. Skoðum líka aðeins nokkur trix og förum yfir sögu kvikmyndagerðar. Við þurfum bæði leikara og tæknisinnað fólk í þessa grein.
Hæfniviðmið
- Nemandi getur skipulagt vinnuferli frá hugmynd til útgefinnar stuttmyndar og tekið ábyrgð á sinni þátttöku í hópverkefni.
- Nemandi nýtir tæknileg vinnubrögð í myndatöku og klippingu á skapandi hátt og sýnir skilning á uppbyggingu kvikmyndasögunnar.
- Nemandi túlkar og greinir merkingu kvikmynda, notkun myndmáls og tengsl þeirra við samfélag og menningu.
- Nemandi metur eigið og annarra verk, gerir grein fyrir vali leikstjóra og klippara og rökstyður tillögur að umbótum.
Námsmat
Samvinna, vandvirk vinnubrögð og framlag.

03 Frá leir í hlut (Grunntækni)
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Nemendur læra um leirinn og hvernig hann virkar. Farið verður í helstu aðferðir eins og kúlu- og pulsutækni. Nemendur hanna sinn eigin bolla og/eða skál sem þau svo glerja/skreyta í lokin.
Hæfniviðmið
- Notað mismunandi efni, verkfæri og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun.
- Nýtt sér grunnþætti myndlistar í eigin sköpun.
- Unnið hugmynd frá skissu að lokaverki bæði fyrir tví- og þrívíð verk.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin. Einnig er horft til vinnusemi, frumkvæðis, vandvirkni, umgengni og ábyrgðar.

04 Jólaskraut og þrykk
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Í desember gera nemendur fjölbreytt jólaskraut og í boði er að skreyta boli eða peysur t.d. fyrir jólin. Í janúar kynnast nemendur ólíkum tegundum af þrykki þar sem notast verður bæði við pappír og vinyl. Síðan munu nemendur nýta það í að gera sér snyrtitösku, pennaveski eða magaveski.
Hæfniviðmið:
- Að nemendur kynnist grunnaðferðum og áhöldum greinarinnar.
- Að nemendur geti unnið eftir ferli og leyft sköpunargleðinni að ráða.
- Að nemendur kynnist mismunandi aðferðum við þrykk.
- Að nemendur vinni hugmynd frá skissu að fullbúnum hlut.
- Að nemendur geti títiprjónað saman efnisbrúnir og saumi með fót við brún.
Námsmat
Leiðsagnarmat og símat.

05 Gestabók og jólaskraut
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Nemendur smíða jólaskraut fyrir jól og gestabók fyrir ferminguna eða annað eftir jól. Forsíðan á gestabókinni verður skreytt með laser í Fablab eftir teikningu nemenda.
Hæfniviðmið
- Að nemendur noti ólíkan efnivið sem hæfir verkefninu.
- Að nemendur vinni hugmynd frá skissu að tilbúnum hlut.
- Að nemendur læri að nota verkfæri við hæfi, beita þeim rétt og rétta umhirðu þeirra.
Námsmat
Leiðsagnarmat og símat.

06 Píla, leikir og spil
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Magnús Hilmar Viktorsson og Viktorija Riskute
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Á mánudögum munum við fara í pílu í Tíbra og því er mjög mikilvægt að nemendur koma vel klædd því þau þurfa að hjóla eða ganga sjálf frá skólanum. Á fimmtudögum verður skipt á milli þess að fara í spil eða leiki. Leikirnir geta verið bæði innan- eða utandyra svo mikilvægt er að koma með hlý föt.
Markmið:
- Kynnt sér og fylgt öryggisreglum við notkun píluspjalds og píla.
- Sýnt einbeitingu, þolinmæði og virðingu í leik og keppni við aðra.
- Metið eigin framfarir og sett sér einföld markmið til að bæta leik sinn.
Námsmat
Þátttaka og virkni nemenda.

Val B
Er kennt á miðvikudögum kl. 08:10-09:30
01 Heimilisfræði
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Elín Ása Magnúsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Í þessu valfagi er lögð áhersla á eldamennsku og bakstur í bland.
Farið verður yfir meðhöndlun hráefnis og matvæla, umgengni og þrif á helstu áhöldum í eldhúsinu auk almenns frágangs. Auk þess verur farið yfir tengsl næringar og heilsu ásamt ýmsum þáttum tengdum heimilishaldi.
Í vetur munu nemendur nota vefinn til að finna uppskriftir. Velja sér eitthvað til að elda eða baka og taka sig svo upp. Hluti af námsmatinu í heimilisfræði er myndbandið sem nemendur skila af sér.
Hæfniviðmið
- Kynnist helsta handbragði í matreiðslu og bakstri.
- Matreitt einfalda rétti eftir uppskrift og unnið sjálfstætt.
- Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi.
- Gert sér grein fyrir helstu kostnaðarliðum við heimilishald og sé meðvitaður um neytendavernd.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt vinnusemi, frumkvæði, vandvirkni, umgengni og ábyrgð eru metin.

02 Stekkjaleikarnir
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Stekkjaleikarnir snúast um alls konar keppnir í hinu og þessu. Í hverjum tíma verður hópnum skipt í lið og liðin keppa sín á milli í alls konar leikjum og þrautum. Hér er ekki um íþróttaleiki að ræða heldur reynir meira á útsjónarsemi, samvinnu og kænsku.
Hæfniviðmið
- Hópefli
- Samvinna
- Rökhugsun
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat ásamt þáttöku í tímum.

03 Leiklist fyrir alla – sköpun og gleði
Þessi valgrein nær yfir tvö tímabil. Það er því ekki hægt að velja þetta núna en það verður hægt næst.
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 14 vikur
Kennari: Guðný Lára Gunnarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Leiklistarval – 14 vikur af leikgleði og sköpun!
Langar þig að kynnast leikhúsheiminum á skemmtilegan, lifandi og skapandi hátt? Í þessu vali förum við í ævintýri þar sem þú lærir að tjá þig, byggja upp persónur og segja sögu með leiklist.
Í hverjum tíma verður farið í spennandi leiklistaræfingar, spunavinnu, og skemmtilega hópvinnu þar sem við láta hugmyndirnar fljúga! Þú færð tækifæri til að búa til þitt eigið leikrit með vinum þínum, prófa að lesa handrit og skoða hvernig þú getur skapað persónur sem lifna við fyrir framan áhorfendur.
Á meðan við æfum okkur í framkomu, tjáningu og samvinnu, byggjum við upp sterka og jákvæða stemningu þar sem allir fá að njóta sín og finna leikgleðina.
Og að lokum? Ef vel gengur búum við til okkar eigin leiklistarhátíð þar sem allir sýna það sem þeir hafa skapað og lært –þetta gæti orðið ógleymanleg!
Komdu með þinn kraft, hugmyndir og orku – við ætlum að skapa, hlæja og standa saman!
Hæfniviðmið
- Geti nýtt sér hugmyndir jafningja og lagt fram sínar eigin í leikrænu ferli og við undir- búning og sköpun leikþáttar.
- Geti nýtt sér efni úr ýmsum áttum sem kveikju við frumsköpun leikins efnis. Skapað leikþætti í félagi við aðra með skýrum persónum, söguþræði og framvindu.
- Geti nýtt sér leikmuni, búninga, einfaldan sviðsbúnað og tækni til þess að styrkja sköpun sína.
- Geti flutt leiktexta í hlutverki á viðeigandi hátt fyrir framan áhorfendur.
Námsmat
Símat þar sem litið verður til þátttöku og virkni nemenda.

04 Bliklist / Op-art
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Tilvalið fyrir nemendur sem elska nákvæmisvinnu, vönduð vinnubrögð, reglustikur og form.
Nemendur kynnast myndlistarstefnunni Bliklist / Op-art sem varð til upp úr 1960 og kemur fram um svipað leiti og popplist en er alls ólík henni. Op-list er byggð upp á stærðfræðilegri nákvæmni og vísindalegum tilraunum með einföld form abstraktlistar og er gerð til að blekkja augað þannig að myndin virðist vera á hreyfingu eða með dýpt o.s.frv. Nemendur fá að taka þátt í að búa til Jólaglugga Árborgar fyrir hönd Stekkjaskóla sem er stafafeluleikur.
Hæfniviðmið
- Gert grein fyrir og fjallað um ýmsar stefnur myndlistar með því að bera saman stíla og tímabil tiltekinna verka og sett þau í það menningarlega samhengi sem þau voru sköpuð.
- Byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu tengdri ímyndun, rannsóknum og reynslu.
Námsmat
Virkni og þáttatka í tímum og verkefna skil.

05 Jólakósý og þæfing
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Í desember verður jólakósý þar sem nemendur búa til jólaskraut og leita að jólahugmyndum á netinu. Í janúar verður nálarþæfing þar sem nemendur velja sér mynd og útfæra hana í ull. Hægt er að setja myndina upp í ramma, gera púða úr henni eða nýta hana í snyrtibuddu.
Markmið:
- Að nemendur kynnist grunnaðferðum og áhöldum greinarinnar.
- Að nemendur geti unnið eftir ferli og leyft sköpunargleðinni að ráða.
- Að nemendur vinni hugmynd frá skissu að fullbúnum hlut.
Námsmat
Leiðsagnarmat og símat.

06 Skartgripagerð og jólasveinar
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Nemendur tálga/smíða og mála jólasveina fyrir jól og búa til skartgripi eftir jól.
Hæfniviðmið
- Að nemendur noti ólíkan efnivið sem hæfir verkefninu.
- Að nemendur vinni hugmynd frá skissu að tilbúnum hlut.
- Að nemendur læri að nota verkfæri við hæfi, beita þeim rétt og rétta umhirðu þeirra.
Námsmat
Leiðsagnarmat og símat.

Ef þið hafið einhverjar athugasemdir eða spurningar þá vinsamlegast sendið línu á leifur@stekkjaskoli.is