Tímabil 3: 1. desember - 30. janúar

Nemendur í 5.-6. bekk velja fimm sinnum yfir veturinn einhverja valgrein sem tengist áhugasviði.
Ásamt þessum valgreinum verða allir nemendur í hefðbundnum list- og verkgreinum.

Nemendur fá valblað með sér heim sem fyllar þarf út heima.

Nauðsynlegt er að nemendur velji með foreldrum og/eða forráðamönnum og fái undirskrift á blaðið.


Val

Er kennt á miðvikudögum kl. 12:30-13:50


03 Útihlaup, teygjur, öndun og slökun

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari:  Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Hér fá nemendur tækifæri á því að nota hreyfifærnina sína.  Í öllum tímum verður byrjað á léttum upphitunaræfingum, farið út að hlaupa (misstóra hringi í hvaða veðri sem er) og endað á teygjuæfingum og slökun með réttri öndun. Nauðsynlegt að mæta í þægilegum fötum til að hlaupa í, vera í góðum hlaupaskóm og klæða sig eftir veðri. Gott að hafa auka föt með.

Hæfniviðmið  

  • Gert æfingar sem reyna á þol, styrk og stöðugleika útlima og bols.
  • Gert hreyfingar sem reyna á stöðujafnvægi og hreyfijafnvægi
  • Gert flóknar samsettar æfingar sem reyna á lipurð og samhæfingu

Námsmat

Virkni og þátttaka í tímum. 


02 Stekkjaleikarnir

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Stekkjaleikarnir snúast um alls konar keppnir í hinu og þessu. Í hverjum tíma verður hópnum skipt í lið og liðin keppa sín á milli í alls konar leikjum og þrautum. Hér er ekki um íþróttaleiki að ræða heldur reynir meira á útsjónarsemi, samvinnu og kænsku.

Hæfniviðmið

  • Hópefli
  • Samvinna
  • Rökhugsun

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat ásamt þátttöku í tímum.


03 Kortagerð og föndur

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Elín Anna Lárusdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur fá að prufa að búa til hinar ýmsu gerðir af kortum og byrjum á jólakortum fyrir jól og forum svo yfir í tækifæris- og afmæliskort.

Markmið:  

  • Að nemendur sýni sjálfstæði og séu tilbúin að koma sínum hugmyndum á framfæri og fara eftir leiðbeiningum kennara.
  • Að nemendur geti unnið með hugmynd að fullunnu verki.
  • Að nemendur þrói sköpunarhæfileika sína.
  • Að nemendur sýni vönduð vinnubrögð.

Námsmat

Leiðsagnarmat, sjálfsmat og virkni í tímum.


04 Tónlistarmyndband

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Kristín Hanna Guðmundsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessu val ætlum við að búa til tónlistarmyndband. Nemendur fá tækifæri til að nýta sköpunarhæfileika sína til að semja dans við lag að eiginn vali. Síðan munu nemendur taka upp vídeó af dansinum og fá aðstoð við að klippa vídeóið. Þar sem það er stutt í jólin er meira en velkomið að gera jólamyndband. Í lok valsins ættu nemendur að vera með flott og skemmtilegt tónlistarmyndband.

Hæfniviðmið

  • Að nemendur þrói sköpunarhæfileika sína.
  • Að nemendur búi til dansrútínu.
  • Að nemendur geti klippt myndband.
  • Að nemendur sýni sjálfstæði og séu tilbúin að koma sínum hugmyndum á framfæri og fara eftir leiðbeiningum kennara.

Námsmat

Virkni og þátttaka í tímum og verkefnaskil.


05 Jólakósý og þæfing

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í desember verður jólakósý þar sem nemendur búa til jólaskraut og leita að jólahugmyndum á netinu.  Í janúar verður nálarþæfing þar sem nemendur velja sér mynd og útfæra hana í ull.

Hæfniviðmið:

  • Að nemendur kynnist grunnaðferðum og áhöldum greinarinnar.
  • Að nemendur geti unnið eftir ferli og leyft sköpunargleðinni að ráða.
  • Að nemendur vinni hugmynd frá skissu að fullbúnum hlut.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat


06 Píla

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Heiðar Pétur Halldórsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í pílu kynnast nemendur íþróttinni pílukasti á öruggan og skemmtilegan hátt. Lögð er áhersla á einbeitingu, nákvæmni, samvinnu og jákvæðan leik.

Nemendur læra að kasta pílum af öryggi, fylgjast með árangri sínum og setja sér persónuleg markmið. Kennslan fer fram í Tíbrá hjá pílufélagi Selfoss þar sem allir fá að æfa sig á eigin hraða og taka þátt í smáleikjum og keppni.

Þar sem þessi valgrein er kennd í Tíbrá á íþróttasvæði Árborgar er nauðsynlegt að nemendur séu tilbúnir að labba eða hjóla frá Stekkjaskóla strax eftir hádegismat. Þetta eru síðustu tímar dagsins þannig að svo geta nemendur farið beint heim eða á æfingar frá Tíbrá.

Markmið:  

  • Kynnt sér og fylgt öryggisreglum við notkun píluspjalds og píla.
  • Sýnt einbeitingu, þolinmæði og virðingu í leik og keppni við aðra.
  • Metið eigin framfarir og sett sér einföld markmið til að bæta leik sinn.

Námsmat

Þátttaka og virkni nemenda.


07 Jóla- og nýársgrautur - „Þú ræður hvað gerist!“

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Guðný Lára Gunnarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessari smiðju ætlum við að hafa gaman, hlæja og skapa saman spennandi ævintýri! Við förum í skemmtilega leiki og leiklistaræfingar, búum til stutt leikrit þar sem þú velur hvað gerist, og notum tónlist og hljóð til að skapa rétta stemningu.

Í desember verðum við í jólagír – við förum í jóla-karaoke, gerum stutt leikrit með jólaþema og horfum á jólamynd til að fá hugmyndir fyrir leikritin okkar.

Í janúar veljum við nýtt þema (engin jól þá!) og bjóðum upp á spuna­leikrit, karaktervinnu og litlar sviðs­sögur byggðar á hugmyndum nemenda.

Í smiðjunni verður meðal annars:
• Leikræn tjáning og skemmtilegir leiklistar­leikir
• Spunaleikrit í litlum hópum – þú ræður hvað gerist
• Jóla-karaoke og jólamynd í desember

Ef þér finnst gaman að leika, syngja, búa til karaktera eða bara vera fyndin/n og skapandi… þá er þessi smiðja fyrir þig! Og að lokum? Ef allt gengur vel búum við til okkar eigin „míní“ leiklistarhátíð þar sem allir sýna það sem þeir hafa skapað og lært – þetta gæti orðið ógleymanlegt!

Hæfniviðmið:

  • Geti sett saman einfalda leikþætti í samstarfi við jafningja og kennara með skýru upphafi, miðju og endi.
  • Geti beitt einföldu formi leiklistar.
  • Geti skapað skýra leikpersónu og viðhaldið henni í stuttum leikþætti með viðeigandi radd- og líkamsbeitingu.
  • Geti beitt rödd sinni og tekið þátt í söng.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat


Ef þið hafið einhverjar athugasemdir eða spurningar þá vinsamlegast sendið línu á leifur@stekkjaskoli.is