Tímabil 5
17.mars / 31. mars - 6. júní
Val A
Er kennt á mánudögum og miðvikudögum kl. 12:30-13:50
01 Matur er góður
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Elín Ása Magnúsdóttir, Hermína Íris Helgadóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Í þessu valfagi er lögð áhersla á eldamennsku og bakstur í bland.
Farið verður yfir meðhöndlun hráefnis og matvæla, umgengni og þrif á helstu áhöldum í eldhúsinu auk almenns frágangs.
Hæfniviðmið
- Kynnist helsta handbragði í matreiðslu og bakstri.
- Matreitt einfalda rétti eftir uppskrift og unnið sjálfstætt.
- Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt vinnusemi, frumkvæði, vandvirkni, umgengni og ábyrgð eru metin.
02 Tölvur og tækni
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 14 skipti
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Við ætlum að kafa í ýmslegt tengt tölvum. Skoðum einhver forrit, einhverja leiki og prófum jafnvel að taka tæki í sundur og skoða.
Við munum einnig skoða Lego róbóta og prófa setja þá saman og forrita.
Hæfniviðmið
- Nýtt fjölbreyttar leiðir og leitarvélar við markvissa öflun upplýsinga við hæfi.
- Nýtt hugbúnað og forrit við einfalda uppbyggingu og uppsetningu ritsmíða.
- Nýtt hugbúnað/forrit við einfalda framsetningu á tölulegum gögnum.
- Nýtt hugbúnað/forrit við myndvinnslu, gerð stuttmynda og hljóð- og tónvinnslu.
- Nýtt hugbúnað/forrit við vefsmíðar.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin. Einnig er horft til vinnusemi, frumkvæðis, vandvirkni, umgengni og ábyrgðar.
03 Danssmiðja
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 14 skipti
Kennari: Kristín Hanna Guðmundsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Hentar bæði þeim sem eru byrjendur
og þeim sem hafa verið áður í þessari valgrein.
Í danssmiðju munum við læra að vinna með spuna, semja dansrútínur, læra dansspor og danstækni. Danssmiðjan hentar bæði fyrir byrjendur og framhaldsnemendur í dansi. Kristín Hanna kemur inn til okkar sem stundakennari en hún er sjálf nemandi við JSB dansskólann og kennir einnig þar og í Dansakademíunni.
Nemendur verða að hafa æfingaföt meðferðis, t.d. leggings, stuttbuxur og bol.
Markmið
- Að nemendur þrói sköpunarhæfileika sína.
- Að nemendur læri spuna.
- Að nemendur búi til dansrútínu.
- Að nemendur hreyfi sig í takt við tónlist.
- Að nemendur sýni sjálfstæði og séu tilbúin að koma sínum hugmyndum á framfæri og fara eftir leiðbeiningum kennara.
Námsmat
Þátttaka og virkni nemenda.
04 Þrykk of föndur
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 14 skipti
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Nemendur læra nokkrar mismunandi aðferðir við þrykk þar sem notast verður bæði við pappír og mismunandi efni. Síðan munu nemendur vinna að ýmsum föndurverkefnum þar sem leitast er við að efla áhugasvið nemenda og sjálfstæði í vinnubrögðum. Við blöndum saman aðferðum úr textíl og myndmennt.
Hæfniviðmið
- Að nemendur prófi sig áfram í gerð stimpla.
- Að nemendur kynnist mismunandi aðferðum við þrykk.
- Að nemendur vinni hugmynd frá skissu að tilbúnum hlut.
- Að nemendur sýni sjálfstæði í vinnubrögðum.
Námsmat
Leiðsagnarmat og símat ásamt þáttöku í tímum
05 Gullastokkur
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 14 skipti
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Nemendur smíða lítinn kistil fyrir gull og gersemar. Farið verður í Fablab og prentað með laser á lokið og led borði með USB tengdur inn í það .
Hæfniviðmið
- Að nemendur noti ólíkan efnivið og kynnist notkun laser og Fablab.
- Að nemendur vinni eigin teikningu til að prenta á hlut í laser.
- Að nemendur læri að nota verkfæri við hæfi, beita þeim rétt og rétta umhirðu þeirra.
Námsmat
Leiðsagnarmat og símat.
06 Íþróttir og píla
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 14 skipti
Kennari: Magnús Hilmar Viktorsson og Hilmar Guðlaugsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Planið er að á mánudögum förum við í alls konar íþróttir. Við ætlum að reyna vera úti ef það er hægt og helst að fara á íþróttasvæðið. Annað hvort löbbum við eða hjólum.
Á miðvikudögum ætlum við að spila pílu í Tíbrá á íþróttasvæðinu. Þar er Pílufélag Selfoss með aðstöðu og við fáum að nota alvöru pílur og spjöld. Lærum nokkra leiki og æfum miðið.
Hæfnisviðmið
- Nemandi á að geta tekið þátt í leikjum, íþróttagreinum og hreyfingu.
- Nemandi á að geta sýnt jákvæð samskipti og samvinnu við aðra í leikjum og íþróttum.
Námsmat
Þátttaka og virkni nemenda.
Val B
Er kennt á fimmtudögum kl. 08:10-09:30
01 Matargerð og bakstur
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 6 skipti
Kennari: Hilmar Guðlaugsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Í þessu valfagi er lögð áhersla á eldamennsku og bakstur í bland.
Farið verður yfir meðhöndlun hráefnis og matvæla, umgengni og þrif á helstu áhöldum í eldhúsinu auk almenns frágangs. Auk þess verur farið yfir tengsl næringar og heilsu ásamt ýmsum þáttum tengdum heimilishaldi.
Hæfniviðmið
- Kynnist helsta handbragði í matreiðslu og bakstri.
- Matreitt einfalda rétti eftir uppskrift og unnið sjálfstætt.
- Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi.
- Gert sér grein fyrir helstu kostnaðarliðum við heimilishald og sé meðvitaður um neytendavernd.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt vinnusemi, frumkvæði, vandvirkni, umgengni og ábyrgð eru metin.
02 Grænir fingur
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 6 skipti
Kennari: Leifur Viðarsson og Polina Sirojegina
Hámarksfjöldi: 14 nemendur
Ertu með græna fingur? Veistu hvað það þýðir að vera með græna fingur? Við í Árborg erum svo heppin að í heimsókn hjá okkur er ung kona frá Lettlandi sem er með græna fingur. Hún ætlar að kenna okkur í Stekkjaskóla allt um vistmenningu.
Við munum bæði útbúa ýmsa hluti úr endurvinnanlegu efni. Við ætlum líka að prófa að gróðursetja eitthvað og fylgjast með því vaxa. Aldrei að vita nema þið fáið að taka eitthvað með ykkur heim og getið þá haldið áfram að rækta það þar.
Í maí stefnum við líka á að setja niður grænmeti í gróðurkassana úti og vonando fáum við uppskeru í haust.
Hæfniviðmið
- Læra um vistmenningu.
- Læra að umgangast plöntur og gróður.
- Bera virðingu fyrir öllum hlutum í kringum okkur.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat ásamt þáttöku í tímum.
03 Skrautskrift
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 6 skipti
Kennari: Elín Annna Lárusdóttir
Hámarksfjöldi: 14 nemendur
Í þessu valfagi er farið yfir tæknina að skrifa með skrautskrift. Lagðar verða inn nokkrar aðferðir að skrautskrifa og ýmsar gerðir skrautskrifta kynntar til sögunnar.
Ýmis verkefni verða gerð í tímanum til að æfingar eins og að skrifa tækifæriskort, haus á gestabók, nafnspjald og einnig notast við tillögur nemenda að verkefnum.
Markmið
Nemendur læra…
- …rétt grip á penna.
- …að nota penna við skrift.
- …ýmsar gerðir skriftarstíla.
- …að skrautskrifa við ýmis tækifæri.
Hentar bæði þeim sem eru byrjendur
og þeim sem hafa áður prófað skrautskrift.
Námsmat
Leiðsagnarmat, sjálfsmat og virkni í tímum.
04 Útikennsla og ýmislegt smálegt
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 6 skipti
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 14 nemendur
Þegar veður er gott fara nemendur út og kveikja upp í eldstæðinu þar sem þeir munu baka lummur, hita kakó, poppa popp og ýmislegt fleira.
Einhverjir tímar verða inni þar sem unnið er að litlum textílverkum eins og hnýttar lyklakippur, nálaþæfing eða unnið með leður.
Hæfniviðmið
- Að nemendur sýni ábyrga og örugga umgengni við vinnu og frágang á vinnusvæði
- Að nemendur geti tekið tillit til annarra í hópvinnu og sýnt frumkvæði.
- Að nemendur geti unnið á skipulagðan hátt.
Námsmat
Símat þar sem litið verður til þátttöku og virkni nemenda.
05 Tinkercad
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 6 skipti
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Nemendur læra grunnatriði í þrívíddarforriti og hanna eða teikna sinn eigin hlut til framleiðslu fyrir þrívíddarprentara. Áhersla lögð á eigin teikningu og hönnun.
Hæfniviðmið
- Að nemendur læri grunnatriði í þrívíddarteikningu.
- Að nemendur vinni hugmynd frá skissu að tilbúnum hlut.
- Að nemendur hanni og “teikni” hlut sem þeir prenta svo út.
Námsmat
Leiðsagnarmat og símat.
06 Hjólaval, frisbígolf o.fl.
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 6 skipti
Kennari: Auður María Óskarsdóttir og Viktorija Riskute
Hámarksfjöldi: 30 nemendur
Hjólað verður um bæinn á reiðhjólum og stoppað á ýmsum stöðum til að fara í leiki eða prófa spennandi íþróttagreinar. Farið verður í frisbígolf, fótbolta, strandhandbolta, körfubolta og fleira. Nemendur eru einnig hvattir til að kynna samnemendur sína fyrir áhugaverðum stöðum þar sem skemmtilegt er að stunda hreyfingu.
Mikilvægt er að nemendur mæti á reiðhjólum og með reiðhjólahjálma þá daga sem valið er kennt á og að nemendur komi klæddir eftir veðri.
Hæfniviðmið
- Markmiðið er að nemendur kynnist nýjum íþróttagreinum og sýni leikni í þeim, þjálfi upp aukið þol og læri að taka þátt á ábyrgan hátt í útivist.
Námsmat
Áfanginn verður metinn með símati, þar sem litið verður til þátttöku og virkni nemenda.
07 Vertu leikinn á lífið
Eingöngu fyrir nemendur í 6. og 7. bekk
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 6 vikur
Kennari: Klara Öfjörð
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Í þessum skyldufagi sem er hluti af náms- og starfsfræðslu Stekkjaskóla munum við kynnast ýmsum störfum sem eru í Sveitafélaginu Árborg.Við skoðum hlutverk okkar í samfélaginu, hvernig það breytist með aldrinum og hvernig við getum haft jákvæð áhrif á umhverfið okkar með ýmsum hætti. Við munum heimsækja stofnanir og heyrum í þeim sem starfa á vettvangi þeirra greina sem áhuginn leiðir okkur. Lærum að þekkja styrkleika okkar og vinna saman sem öflug liðsheild með samvinnu og virðingu að leiðarljósi. Nýtum okkur áhugaverð forrit til að miðla þekkingunni áfram og reynslu sem við öðlumst.
Hæfniviðmið: Unnið er út frá hæfniviðmiðum samfélagsgreina.
- Reynsluheimur – Umhverfi, samfélag og menning: Hæfni nemenda til að skilja raunveruleikann. – Borið kennsl á gildi, svo sem virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umhyggju og umburðalyndi. – Bent á nokkrar mikilvægar stofnanir í nærsamfélaginu. – Áttað sig á að hann er hluti af stærra samfélagi. – Varast hættur á heimili sínu og í nágrenninu
- Hugarheimur – Sjálfsmynd: hæfni nemenda til að átta sig á sjálfum sér og öðrum• Sagt frá sjálfum sér. – Bent á gildi jákvæðra viðhorfa og gilda um sjálfan sig. – Bent á dæmi um hefðbundin kynhlutverk og breytingar á þeim. – Gert sér grein hvar styrkleikar sínir liggja. – Bent á fyrirmyndir sem hafa áhrif á hann. – Gert grein fyrir að í umhverfinu eru margvísleg áreiti, jákvæð og neikvæð, sem hafa áhrif á lífhans. – Sett sig í spor annarra jafnaldra
- Félagsheimur – Samskipti: hæfni nemenda að mynda og þróa tengsl sín við aðra. – Tekið þátt í samstarfi og samræðu í jafningjahópi. – Hlustað á og greint ólíkar skoðanir. – Sýnt tillitssemi og virðingu í samskiptum og samvinnu við aðra. – Sýnt að hann virðir reglur í samskiptum fólks.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið
eru metin út frá virkni nemenda.
Valseðill
Nemendur þurfa að fylla út valseðil heima hjá sér með foreldri eða forráðamanni og fá undirskrift þeirra.
Reynt er eftir fremsa megni að veita öllum fyrsta val en það getur komið upp að það takist ekki. Ef svo þá er farið í annað val og svo þriðja. Passað er upp val nemenda dreifist jafnt yfir veturinn.
Ef þið hafið einhverjar athugasemdir eða spurningar þá vinsamlegast sendið línu á leifur@stekkjaskoli.is
