Tímabil 4
Val A: 3. febrúar - 28. mars / Val B: 3. febrúar - 14. mars
Val A
Er kennt á mánudögum og miðvikudögum kl. 12:30-13:50
01 Eldamennska og bakstur
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Elín Ása Magnúsdóttir, Hermína Íris Helgadóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Í þessu valfagi er lögð áhersla á eldamennsku og bakstur í bland.
Farið verður yfir meðhöndlun hráefnis og matvæla, umgengni og þrif á helstu áhöldum í eldhúsinu auk almenns frágangs.
Hæfniviðmið
- Kynnist helsta handbragði í matreiðslu og bakstri.
- Matreitt einfalda rétti eftir uppskrift og unnið sjálfstætt.
- Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt vinnusemi, frumkvæði, vandvirkni, umgengni og ábyrgð eru metin.
02 Fjölmiðill
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Nú stefnum við á að búa til fjölmiðil í Stekkjaskóla. Nemendur munu alfarið sjá um að setja inn efni og halda miðlinum lifandi. Miðillinn er hugsaður fyrir nemendur í Stekkjaskóla fyrst og fremst.
Byrjum á að ræða hvað við viljum gera og prófum okkur svo áfram í koma fréttum og skemmtilegum upplýsingum áfram á nemendur.
Hæfniviðmið
- Efla félagsþroska og gagnrýna hugsun.
- Samvinna og lausnamiðuð hugsun.
- Netsiðferði og samskiptahæfni.
- Samfélagsleg hugsun og ábyrgð.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin. Einnig er horft til vinnusemi, frumkvæðis, vandvirkni, umgengni og ábyrgðar.
03 Danssmiðja
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Kristín Hanna Guðmundsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Í danssmiðju munum við læra að vinna með spuna, semja dansrútínur, læra dansspor og danstækni. Danssmiðjan hentar bæði fyrir byrjendur og framhaldsnemendur í dansi. Kristín Hanna kemur inn til okkar sem stundakennari en hún er sjálf nemandi við JSB dansskólann og kennir einnig þar og í Dansakademíunni.
Nemendur verða að hafa æfingaföt meðferðis, t.d. leggings, stuttbuxur og bol.
Markmið
- Að nemendur þrói sköpunarhæfileika sína.
- Að nemendur læri spuna.
- Að nemendur búi til dansrútínu.
- Að nemendur hreyfi sig í takt við tónlist.
- Að nemendur sýni sjálfstæði og séu tilbúin að koma sínum hugmyndum á framfæri og fara eftir leiðbeiningum kennara.
Námsmat
Þátttaka og virkni nemenda.
04 Heklum saman
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Nemendur læra grunnatriðin í hekli og hekla sér lítil þvottastykki. Síðan hekla nemendur eitt eða fleiri verkefni að eigin vali.
- Hæfniviðmið
- Nemendur læri að beita hekunál.
- Nemendur þekki helstu heklaðferðir.
- Nemendur geti notfært sér fyrirmyndir af netinu.
- Nemendur sýni sjálfstæði í vinnubrögðum.
Námsmat
Leiðsagnarmat og símat ásamt þáttöku í tímum
05 Smíðum bíl
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Nemendur smíða lítinn leikfangabíl. Ef tími vinnst til vörum við í fablab og tengjum ledljós við bílinn.
- Hæfniviðmið
- Að nemendur noti ólíkan efnivið, timbur, plexigler o.fl.
- Að nemendur vinni hugmynd frá skyssu að tilbúnum hlut.
- Að nemendur læri að nota verkfæri við hæfi, beita þeim rétt og rétta umhirðu þeirra.
Námsmat
Leiðsagnarmat og símat.
06 Leikjafjör
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Magnús Hilmar Viktorsson og Hilmar Guðlaugsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Í þessari valgrein fá nemendur að taka þátt í fjölbreyttum og skemmtilegum leikjum sem reyna á samvinnu, útsjónarsemi og leikgleði.
Markmiðið er að auka hreyfingu, efla samvinnu og kynnast nýjum leikjum.
Hæfnisviðmið
- Nemandi á að geta tekið þátt í leikjum, íþróttagreinum og hreyfingu.
- Nemandi á að geta sýnt jákvæð samskipti og samvinnu við aðra í leikjum og íþróttum.
Námsmat
Þátttaka og virkni nemenda.
Val B
Er kennt á fimmtudögum kl. 08:10-09:30
01 Bökum vandræði
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 6 vikur
Kennari: Hilmar Guðlaugsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Í þessu valfagi er lögð áhersla á eldamennsku og bakstur í bland.
Farið verður yfir meðhöndlun hráefnis og matvæla, umgengni og þrif á helstu áhöldum í eldhúsinu auk almenns frágangs. Auk þess verur farið yfir tengsl næringar og heilsu ásamt ýmsum þáttum tengdum heimilishaldi.
Hæfniviðmið
- Kynnist helsta handbragði í matreiðslu og bakstri.
- Matreitt einfalda rétti eftir uppskrift og unnið sjálfstætt.
- Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi.
- Gert sér grein fyrir helstu kostnaðarliðum við heimilishald og sé meðvitaður um neytendavernd.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt vinnusemi, frumkvæði, vandvirkni, umgengni og ábyrgð eru metin.
02 Hljómsveit
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 6 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 10 nemendur
EINGÖNGU FYRIR NEMENDUR SEM ERU AÐ LÆRA Á HLJÓÐFÆRI,
KUNNA EITTHVAÐ Á HLJÓÐFÆRI EÐA VILJA SYNGJA Í HLJÓMSVEIT.
Nú stofnum við hljómsveit. Pælingin er að ákveða saman 1-3 lög, æfa vel saman og spila svo litla tónleika fyrir allan skólann á stóra sviðinu.
Hæfniviðmið
- Vinna með tónlist í sampili við aðra.
- Sýna öðrum virðingu og þolinmæði.
- Lagt metnað í að æfa sig til þess að bæta eigin getu og hæfni.
- Tekið leiðsögn og uppbyggilegri gagnrýni á jákvæðan hátt.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat ásamt þáttöku í tímum.
03 Ping Pong
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Viktorija Riskute
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Í þessu vali spilum við í ping pong. Farið verður yfir grunnatriði, eins og hvernig á að halda á spaða, slá kúlú og leikreglur. Þjálfari frá Borðtennisfélagi Selfoss kemur í einn tíma, sýnir æfingar fyrir byrjendur og kynnir íþróttina.
Markmið
- …að nemendur kynnist borðtennis.
- …að nemendur læri helstu grip á spaða.
- …að nemendur læri reglur og geti spilað ping pong.
- …að nemendur sýni sjálfstæði og taki þátt.
Námsmat
Þátttaka og virkni nemenda.
04 Spænska
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Elín Anna Lárusdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Í þessu valfagi er farið yfir grunnorðaforða í spænsku. Lagður verður inn ákveðin orðaforði, talæfingar og ritun.
Ýmis verkefni verða gerð í tímanum eins og hvaða setningar þurfa ferðamenn að kunna á spænsku í spænskumælandi landi. Ýmis grunn orðaforði eins og að kynna sig, telja, litir, dýr og fleira verður kynntur og æfður.
Markmið
Nemendur læra að grunnorðaforða í spænsku sem hjálpar þeim að:
- Kynna sig á spænsku.
- Tjá líðan.
- Nota spurnarfornöfn á spænsku.
- Nota orðaforða eins tölur, liti, dýr o.fl. á spænsku.
Námsmat
Leiðsagnarmat, sjálfsmat og virkni í tímum.
05 Skissubók
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 6 vikur
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Nemendur búa til skissubók þar sem við setjum saman mismunandi tegundir af pappír. Vinnum með pappír, leður, vatnsliti, tússliti, posca penna og ýmislegt fleira.
- Hæfniviðmið
- Nemendur kynnist mismunandi eiginleikum pappírs.
- Nemendur vinni með ólíka liti og kynnist mismunandi möguleikum.
- Nemendur geti unnið eftir ferli og látið sköpunargleðina ráða.
- Nemendur kynnist vinylskeranum og þeim möguleikum sem hann gefur.
Námsmat
Leiðsagnarmat og símat ásamt þáttöku í tímum.
06 Tálgun
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 6 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Nemendur stálga a.m.k. 3 hluti. T.d. smjörhníf, skeið, spaða, skaft á áhöld og margt fleira.
Hæfniviðmið
- Að nemendur noti nýjan ferskan efnivið.
- Að nemendur vinni hugmynd frá skissu að tilbúnum hlut.
- Að nemendur læri að nota verkfæri við hæfi, beita þeim rétt og rétta umhirðu þeirra.
Námsmat
Leiðsagnarmat og símat.
07 Myndmennt
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 6 vikur
Kennari: Auður María Óskarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Í áfanganum verður unnið með mörg mismunandi efni, t.a.m. pappamassa og slím. Við skoðum áferðir og útbúum hluti sem hægt er að nýta að valinu loknu. Það verður mikið um drullumall og því gott að mæta í fötum sem mega blotna eða verða skítug.
Hæfniviðmið
- Nemandi þarf að geta tekið tillit til annarra í hópvinnu og sýnt frumkvæði, gert sér grein fyrir helstu hugtökum sem tengjast viðfangsefni tímanna, sýnt ábyrga og örugga umgengni við vinnu og frágang á vinnusvæði og sýnt skilning á vönduðum vinnubrögðum.
Námsmat
Framkoma, samskipti og virkni.
08 Vertu leikinn á lífið
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 6 vikur
Kennari: Klara Öfjörð
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Í þessum skyldufagi sem er hluti af náms- og starfsfræðslu Stekkjaskóla munum við kynnast ýmsum störfum sem eru í Sveitafélaginu Árborg.Við skoðum hlutverk okkar í samfélaginu, hvernig það breytist með aldrinum og hvernig við getum haft jákvæð áhrif á umhverfið okkar með ýmsum hætti. Við munum heimsækja stofnanir og heyrum í þeim sem starfa á vettvangi þeirra greina sem áhuginn leiðir okkur. Lærum að þekkja styrkleika okkar og vinna saman sem öflug liðsheild með samvinnu og virðingu að leiðarljósi. Nýtum okkur áhugaverð forrit til að miðla þekkingunni áfram og reynslu sem við öðlumst.
Hæfniviðmið: Unnið er út frá hæfniviðmiðum samfélagsgreina.
- Reynsluheimur – Umhverfi, samfélag og menning: Hæfni nemenda til að skilja raunveruleikann. – Borið kennsl á gildi, svo sem virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umhyggju og umburðalyndi. – Bent á nokkrar mikilvægar stofnanir í nærsamfélaginu. – Áttað sig á að hann er hluti af stærra samfélagi. – Varast hættur á heimili sínu og í nágrenninu
- Hugarheimur – Sjálfsmynd: hæfni nemenda til að átta sig á sjálfum sér og öðrum• Sagt frá sjálfum sér. – Bent á gildi jákvæðra viðhorfa og gilda um sjálfan sig. – Bent á dæmi um hefðbundin kynhlutverk og breytingar á þeim. – Gert sér grein hvar styrkleikar sínir liggja. – Bent á fyrirmyndir sem hafa áhrif á hann. – Gert grein fyrir að í umhverfinu eru margvísleg áreiti, jákvæð og neikvæð, sem hafa áhrif á lífhans. – Sett sig í spor annarra jafnaldra
- Félagsheimur – Samskipti: hæfni nemenda að mynda og þróa tengsl sín við aðra. – Tekið þátt í samstarfi og samræðu í jafningjahópi. – Hlustað á og greint ólíkar skoðanir. – Sýnt tillitssemi og virðingu í samskiptum og samvinnu við aðra. – Sýnt að hann virðir reglur í samskiptum fólks.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið
eru metin út frá virkni nemenda.
Valseðill
Nemendur þurfa að fylla út valseðil heima hjá sér með foreldri eða forráðamanni og fá undirskrift þeirra.
Reynt er eftir fremsa megni að veita öllum fyrsta val en það getur komið upp að það takist ekki. Ef svo þá er farið í annað val og svo þriðja. Passað er upp val nemenda dreifist jafnt yfir veturinn.
Ef þið hafið einhverjar athugasemdir eða spurningar þá vinsamlegast sendið línu á leifur@stekkjaskoli.is