Tímabil 3 

2. desember - 31. janúar

Val A

Er kennt á mánudögum og miðvikudögum kl. 12:30-13:50


01 Bakstur

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Elín Ása Magnúsdóttir, Hermína Íris Helgadóttir og Lilja Ósk Kristbjarnardóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessu valfagi ætlum við að byrja á jólabakstri fram að jólafríi. Eftir jólafrí höldum við svo áfram í bakstri og bökum ýmsar kökur og góðgæti. Farið verður yfir umgengni og þrif. Lærum á helstu áhöldum til bakstursgerðar almenns frágangs. Auk þess verur farið yfir ýmsa þætti sem tengjast heimilishaldi.

Hæfniviðmið

  • Unnið sjálfstætt eftir uppskriftum og notað til þess algengustu mæli- og eldhúsáhöld
  • Greint frá helstu orsökum slysa á heimilum og hvernig má koma í veg fyrir þau
  • Þekki íslenskar hefðir í bakstri
  • Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi
  • Skólafærni

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt vinnusemi, frumkvæði, vandvirkni, umgengni og ábyrgð eru metin.

 


02 Rafíþróttir

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Rafíþróttir er í dag ein vinsælasta íþróttagreinin í heiminum. Við ætlum að kynnast nokkrum algengum tölvuleikum sem keppt er í. Við munum einnig skoða sögu tölvuleikja og skoða jákvæðu hliðarnar við tölvuleiki.

Hreyfing verður líka hluti af valgreininni og ýmsar æfingar fyrir líkama og sál gerðar í öllum tímum.

Hæfniviðmið

  • Efla félagsþroska og gagnrýna hugsun.
  • Samvinna og lausnamiðuð hugsun.
  • Netsiðferði og samskiptahæfni.
  • Líkamlegar æfingar, snerpa og vöðvaminni.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin. Einnig er horft til vinnusemi, frumkvæðis, vandvirkni, umgengni og ábyrgðar.

 


03 Jólin eru að koma

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Arna Guðmundsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í desember ætlum við að teikna og skapa alls konar myndir og föndur tengt jólunum. Í janúar höldum við síðan áfram og vinnum með undirstöðuatriðin í myndmennt og litafræðum.

Við munum gera saman fullt af flottum verkefnum sem annað hvort verður hægt að hengja upp í skólanum eða taka með heim. Hópurinn mun líka koma að flutningum í nýju myndmenntarstofuna sem við fáum afhenta bráðum.

Hæfniviðmið

  • Nemandi getur notað mismunandi efni og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun.
  • Nemandi hefur skapað myndverk á fjölbreyttan hátt með línum og mismunandi formum
  • Nemandi getur beitt hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum hvers verkefnis
  • Nemandi sýnir vönduð vinnubrögð
  • Nemandi sýnir frumkvæði og áhuga
  • Nemandi sýnir frumkvæði í góðri umgengni og frágangi á vinnusvæði
  • Nemandi getur tekið tillit til annarra í hópavinnu og sýnt kurteisi.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.

 


04 Jólaföndur og töskugerð

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í desember gera nemendur fjölbreytt jólaskraut og í boði er að skreyta boli eða peysur t.d. fyrir jólin.  Í janúar búa nemendur sér til tösku, tote bag, sundpoka eða snyrtibuddu.

Hæfniviðmið

  • Að nemendur kynnist grunnaðferðum og áhöldum greinarinnar
  • Að nemendur geti unnið eftir ferli og leyft sköpunargleðinni að ráða
  • Að nemendur vinni hugmynd frá skissu að fullbúnum hlut
  • Að nemendur geti títiprjónað saman efnisbrúnir og saumi með fót við brún.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.

 


05 Tröllatafl

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Hópverkefni: Nemendur smíða í sameiningu eitt stórt tafl sem verður staðsett á opnu svæði í skólanum.

Hæfniviðmið

  • Að  nemendur vinni hugmynd frá skyssu að tilbúnum hlut.
  • Að nemendur noti efnivið sem hæfir verkefninu.
  • Að nemendur læri að nota verkfæri við hæfi, beita þeim rétt og rétta umhirðu þeirra.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.

 


06 Íþróttir og heilsufræði

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Magnús Hilmar Viktorsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessu vali förum við í hinar ýmsu íþróttir og fræðumst um mikilvægi þess að hugsa vel um líkamann okkar.

Nemendur munu læra undirstöðuatriði í fjölbreyttum íþróttagreinum og öðlast grunnþekkingu á mikilvægi góðrar líkamsræktar og heilbrigðra lífshátta.

Hæfniviðmið

  • Að auka meðvitund nemenda um eigin heilsu og hvetja þá til að temja sér heilbrigðan lífsstíl.
  • Að nemendur geti gert sér grein fyrir gildi heilbrigðs lífernis fyrir starfsemi líkamans og mikilvægi hreinlætis í tengslum við íþróttir.

Námsmat

Þátttaka og virkni nemenda.



Val B

Er kennt á fimmtudögum kl. 08:10-09:30


01 Heimilisfræði - Bakstur

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hjaltey Sigurðardóttir og Lilja Ósk Kristbjarnardóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessu valfagi ætlum við að byrja á jólabakstri fram að jólafríi. Eftir jólafrí höldum við svo áfram í bakstri og bökum ýmsar kökur og góðgæti. Farið verður yfir umgengni og þrif. Lærum á helstu áhöldum til bakstursgerðar almenns frágangs. Auk þess verur farið yfir ýmsa þætti sem tengjast heimilishaldi.

Hæfniviðmið

  • Unnið sjálfstætt eftir uppskriftum og notað til þess algengustu mæli- og eldhúsáhöld
  • Greint frá helstu orsökum slysa á heimilum og hvernig má koma í veg fyrir þau
  • Þekki íslenskar hefðir í bakstri
  • Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi
  • Skólafærni

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt vinnusemi, frumkvæði, vandvirkni, umgengni og ábyrgð eru metin.

 


02 Stekkjaleikarnir

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Stekkjaleikarnir snúast um alls konar keppnir í hinu og þessu.

Í hverjum tíma verður hópnum skipt í lið og liðin keppa sín á mili í alls konar leikjum og þrautum. Hér er ekki um íþróttaleiki að ræða heldur reynir meira á útsjónarsemi, samvinnu og kænsku.

Markmið

  • Hópefli.
  • Samvinna.
  • Rökhugsun.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat ásamt þáttöku í tímum.

 


03 Danssköpun

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Viktorija Riskute
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessu vali ætla nemendur að búa til dans. Nemendur nota sitt hugmyndaflæði í að búa til dansspor/dansrútínu við tónlist, sem þau velja sjálf. Búinn verður til einn dans fyrir jól og svo annar dans eftir jól.

Markmið

  • Að nemendur þrói sköpunarhæfileika sína.
  • Að nemendur búi til dansrútínu.
  • Að nemendur hreyfi sig í takt við tónlist.
  • Að nemendur sýni sjálfstæði og eru tilbúin að koma sínum hugmyndum á framfæri.

Námsmat

Þátttaka og virkni nemenda.

 


04 Skrautskrift

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Elín Anna Lárusdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessu valfagi er farið yfir tæknina að skrifa með skrautskrift. Lagðar verða inn nokkrar aðferðir að skrautskrifa og ýmsar gerðir skrautskrifta kynntar til sögunnar.

Ýmis verkefni verða gerð í tímanum til að æfingar eins og að skrifa tækifæriskort, haus á gestabók, nafnspjald og einnig notast við tillögur nemenda að verkefnum.

Markmið

Nemendur læra…

  • …rétt grip á penna.
  • …að nota penna við skrift.
  • …ýmsar gerðir skriftarstíla.
  • …að skrautskrifa við ýmis tækifæri.

Námsmat

Leiðsagnarmat, sjálfsmat og virkni í tímum.

 


05 Jólakósý og þæfing

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í desember verður jólakósý þar sem nemendur búa til jólaskraut og leita að jólahugmyndum á netinu.  Í janúar verður nálarþæfing þar sem nemendur velja sér mynd og útfæra hana í ull.

Hæfniviðmið

  • Að nemendur kynnist grunnaðferðum og áhöldum greinarinnar.
  • Að nemendur geti unnið eftir ferli og leyft sköpunargleðinni að ráða.
  • Að nemendur vinni hugmynd frá skissu að fullbúnum hlut.

Námsmat

Leiðsagnarmat, verkefnavinna á veggspjöldum og virkni í tímum.

 


06 Inkscape tölvuteikning

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur  læra að teikna tvívíðar teikningar í tölvuforriti sem heitir Inkscape.

Svona verkefni er svo hægt að nota til að skera út límmiða og vinna í laser.Í   mörgum tækjum í Fablab Selfoss eru verkefnin undirbúin í þessu forriti.

Hæfniviðmið

  • Að nemendur læri að teikna í forritinu og vinna með texta.
  • Að  nemendur læri að vinna með eigin teikningar í forritinu.
  • Að nemendur læri að láta forritið teikna eftir mynd.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.

 


07 Skibítí alls konar

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hilmar Guðlaugsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessari valgrein gerum við í raun bara alls konar. Það getur verið allt frá því að spila, fara út, horfa á bómynd, spjalla, semja leikrit, gera snjóhús, o.s.frv. Nánast allt kemur til greina.

Í upphafi hvers tíma ræðum við hvað er í boði og vinnum svo saman að fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum.

Markmið:

  • Að kynnast nýjum krökkum og vinna með þeim.
  • Að beita skapandi og lausnamiðaðri hugsun.
  • Að sýna jákvæðni og vinna með opinn hug,

Námsmat

Framkoma, samskipti og virkni.

 


08 Vertu leikinn á lífið

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Klara Öfjörð
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessum skyldufagi sem er hluti af náms- og starfsfræðslu Stekkjaskóla munum við kynnast ýmsum störfum sem eru í Sveitafélaginu Árborg.Við skoðum hlutverk okkar í samfélaginu, hvernig það breytist með aldrinum og hvernig við getum haft jákvæð áhrif á umhverfið okkar með ýmsum hætti. Við munum heimsækja stofnanir og heyrum í þeim sem starfa á vettvangi þeirra greina sem áhuginn leiðir okkur. Lærum að þekkja styrkleika okkar og vinna saman sem öflug liðsheild með samvinnu og virðingu að leiðarljósi. Nýtum okkur áhugaverð forrit til að miðla þekkingunni áfram og reynslu sem við öðlumst.

Hæfniviðmið: Unnið er út frá hæfniviðmiðum samfélagsgreina.

  • Reynsluheimur – Umhverfi, samfélag og menning: Hæfni nemenda til að skilja raunveruleikann. – Borið kennsl á gildi, svo sem virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umhyggju og umburðalyndi. – Bent á nokkrar mikilvægar stofnanir í nærsamfélaginu. – Áttað sig á að hann er hluti af stærra samfélagi. – Varast hættur á heimili sínu og í nágrenninu
  • Hugarheimur – Sjálfsmynd: hæfni nemenda til að átta sig á sjálfum sér og öðrum• Sagt frá sjálfum sér. – Bent á gildi jákvæðra viðhorfa og gilda um sjálfan sig. – Bent á dæmi um hefðbundin kynhlutverk og breytingar á þeim. – Gert sér grein hvar styrkleikar sínir liggja. – Bent á fyrirmyndir sem hafa áhrif á hann. – Gert grein fyrir að í umhverfinu eru margvísleg áreiti, jákvæð og neikvæð, sem hafa áhrif á lífhans. – Sett sig í spor annarra jafnaldra
  • Félagsheimur – Samskipti: hæfni nemenda að mynda og þróa tengsl sín við aðra. – Tekið þátt í samstarfi og samræðu í jafningjahópi. – Hlustað á og greint ólíkar skoðanir. – Sýnt tillitssemi og virðingu í samskiptum og samvinnu við aðra. – Sýnt að hann virðir reglur í samskiptum fólks.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið
eru metin út frá virkni nemenda.


Valseðill

Nemendur þurfa að fylla út valseðil heima hjá sér með foreldri eða forráðamanni og fá undirskrift þeirra.

Reynt er eftir fremsa megni að veita öllum fyrsta val en það getur komið upp að það takist ekki. Ef svo þá er farið í annað val og svo þriðja. Passað er upp val nemenda dreifist jafnt yfir veturinn.

Ef þið hafið einhverjar athugasemdir eða spurningar þá vinsamlegast sendið línu á leifur@stekkjaskoli.is