Tímabil 2 

13. október - 29. nóvember

Val A

Er kennt á mánudögum og miðvikudögum kl. 12:30-13:50


01 Bakstur og matreiðsla

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Lilja Ósk Kristbjarnardóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessu valfagi er lögð áhersla á eldamennsku og bakstur í bland.

Farið verður yfir meðhöndlun hráefnis og matvæla, umgengni og þrif á helstu áhöldum í eldhúsinu auk almenns frágangs. Auk þess verur farið yfir tengsl næringar og heilsu ásamt ýmsum þáttum tengdum heimilishaldi.

Hæfniviðmið

  • Kynnist helsta handbragði í matreiðslu og bakstri.
  • Matreitt einfalda rétti eftir uppskrift og unnið sjálfstætt.
  • Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi.
  • Gert sér grein fyrir helstu kostnaðarliðum við heimilishald og sé meðvitaður um neytendavernd.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt vinnusemi, frumkvæði, vandvirkni, umgengni og ábyrgð eru metin.

 


02 Minecraft

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Minecraft er frábær tölvuleikur sem ýtir undir skapandi hugsun og samvinnu. Í þessari valgrein spilum við Minecraft saman og leysum ýmis verkefni. Nemendur fá tækifæri til að nýta sköpunarkrafta sína saman.

Ég hvet þau ykkar sem ekki hafa valið Minecraft áður að prófa. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að kunna ekki nóg eða hafa ekki spilað leikinn.

Hæfniviðmið

  • Vinna með öðrum og lagt sitt af mörkum í samstarfi við ýmis verkefni.
  • Lært af mistökum og geta nýtt það í að betrumbæta vinnu.
  • Nota ýmiskonar miðla við nýsköpun, þróun, framsetningu upplýsinga og hugmynda.
  • Tekið leiðsögn og uppbyggilegri gagnrýni á jákvæðan hátt.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin. Einnig er horft til vinnusemi, frumkvæðis, vandvirkni, umgengni og ábyrgðar.

 


03 Myndmennt og sköpun

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Arna Guðmundsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Á námskeiðinu verður farið í nokkur mikilvæg grunnatriði í myndmennt. Unnið með m.a. litahringinn og litablöndun, blýantsteikningar, málningu og ýmis konar föndur.

Hæfniviðmið

  • Nemandi getur notað mismunandi efni og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun.
  • Nemandi hefur skapað myndverk á fjölbreyttan hátt með línum og mismunandi formum
  • Nemandi getur beitt hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum hvers verkefnis
  • Nemandi sýnir vönduð vinnubrögð
  • Nemandi sýnir frumkvæði og áhuga
  • Nemandi sýnir frumkvæði í góðri umgengni og frágangi á vinnusvæði
  • Nemandi getur tekið tillit til annarra í hópavinnu og sýnt kurteisi.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.

 


04 Náttbuxur

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur kynnast grunnaðferðum í vélsaum og sauma náttbuxur úr flónel. Lögð er áhersla á að nemendur læri að taka mál og að sníða eftir sniði.

Hæfniviðmið

  • Að nemendur kynnist grunnaðferðum og áhöldum greinarinnar.
  • Að nemendur geti lagt saman efnisbrúnir og títiprjónað.
  • Að nemendur geti saumað með fót við brún.
  • Að nemendur geti unnið eftir ferli og leyft sköpunargleðinni að ráða.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt þáttöku í tímum.

 


05 Fuglahús

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur smíða fuglahús fyrir smáfugla sem ætlað er til að hengja upp.  Húsið stendur á palli og er gert ráð fyrir að fylla það af korni. Hægt er að setja korn í botninn á húsinu fyrir fuglana til að nærast á.

Hæfniviðmið

  • Að nemendur noti ólíkan efnivið, ómeðhöndlaðan við í bland við unnið timbur
  • Að  nemendur vinni hugmynd frá skyssu að tilbúnum hlut
  • Að nemendur læri að nota verkfæri við hæfi, beita þeim rétt og rétta umhirðu þeirra.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.

 


06 Hreyfing

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Elína Ása Magnúsdóttir og Hermína Íris Helgadóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Hérna ætlum við að vera úti þegar veður er gott og njóta haustsins í nokkrum mismunandi íþróttum. Einnig verðum við inni í leikjum, þrautum og íþróttum þegar veðrið er vont. Farið verður í hjólatúr í Nautaskóg, gönguferðir um Selfoss, ratleik, dans og fleira.

Mikilvægt er að nemendur komi klæddir eftir veðri, með reiðhjól og reiðhjólahjálm þá daga sem farið er í hjólaferðir.

Markmið

  • Að nemendur sýni tillitssemi og veri með sjálfsaga.
  • Að nemendur þjálfi upp aukið þol.
  • Að nemendur læri að taka þátt á ábyrgan hátt í útivist.
  • Að nemendur sýni góða ástundun og taki þátt í þeim leikjum sem búið er að ákveða að fara í hverju sinni.

Námsmat

Leiðsagnarmat, sjálfsmat og virkni í tímum



Val B

Er kennt á fimmtudögum kl. 08:10-09:30


01 Bakað og eldað

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Lilja Kristbjarnardóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessu valfagi er lögð áhersla á eldamennsku og bakstur í bland.

Farið verður yfir meðhöndlun hráefnis og matvæla, umgengni og þrif á helstu áhöldum í eldhúsinu auk almenns frágangs. Auk þess verur farið yfir tengsl næringar og heilsu ásamt ýmsum þáttum tengdum heimilishaldi.

Hæfniviðmið

  • Kynnist helsta handbragði í matreiðslu og bakstri.
  • Matreitt einfalda rétti eftir uppskrift og unnið sjálfstætt.
  • Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi.
  • Gert sér grein fyrir helstu kostnaðarliðum við heimilishald og sé meðvitaður um neytendavernd.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt þáttöku í tímum.

 


02 Hljómsveit

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

EINGÖNGU FYRIR NEMENDUR SEM ERU AÐ LÆRA Á HLJÓÐFÆRI, KUNNA EITTHVAÐ Á HLJÓÐFÆRI EÐA VILJA SYNGJA Í HLJÓMSVEIT.

Nú stofnum við hljómsveit. Pælingin er að ákveða saman 1-3 lög, æfa vel saman og spila svo litla tónleika fyrir allan skólann á stóra sviðinu.

Hæfniviðmið

  • Vinna með tónlist í sampili við aðra.
  • Sýna öðrum virðingu og þolinmæði.
  • Lagt metnað í að æfa sig til þess að bæta eigin getu og hæfni.
  • Tekið leiðsögn og uppbyggilegri gagnrýni á jákvæðan hátt.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat ásamt þáttöku í tímum.

 


03 Borðtennis

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Viktorija Riskute
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessu vali förum við í borðtennis. Farið verður yfir grunnatriði og reglur í borðtennis. Í einum tíma kemur þjálfari frá Borðtennisfélagi Selfoss, sýnir helstu tökin og kynnir íþróttina.

Markmið

  • Að nemendur kynnist borðtennis
  • Læri helstu grip á spaða
  • Læri reglur í borðtennis
  • Sýni sjálfstæði og taki þátt

Námsmat

Þátttaka og virkni nemenda.

 


04 Af hverju hefur þú rétt fyrir þér?

Siðfræði og gagnrýnin hugsun

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Elín Anna Lárusdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í samfélagi okkar allra, barna og fullorðinna er alltaf að koma upp málefni sem krefjast þess að við lítum á þeim gagnrýnum augum, veltum fyrir okkur hvað sé siðferðilega rétt eða rangt og færum rök fyrir mál okkar. Í námskeiðinu fá nemendur fá æfingu í að færa rök fyrir máli sínu og þjálfun í beitingu gagnrýninnar hugsunar á málefni af ýmsum toga.

Markmið

  • Nemendur læra að velta fyrir sér hvað sé siðferðilega rétt eða rangt.
  • Nemendur læra að beita gagnrýnni hugsun og færa rök fyrir máli sínu.
  • Nemendur læra að lesið/horfa á fjölmiðla á gagnrýnin hátt.
  • Nemendur læra að hlusta á viðmælendur sína og bregðast við orðum þeirra.
  • Nemendur læra að sjá mismunandi sjónarhorn sem geta komið upp í samskiptum.

Námsmat

Leiðsagnarmat, sjálfsmat og virkni í tímum.

 


05 Útikennsla og ýmislegt smálegt

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Þegar veður er gott fara nemendur út og kveikja upp í eldstæðinu þar sem þeir munu baka lummur, hita kakó, poppa popp og ýmislegt fleira.

Einhverjir tímar verða inni þar sem unnið er að litlum textílverkum eins og hnýttar lyklakippur, nálaþæfing eða unnið með leður.

Hæfniviðmið:

  • Að nemendur sýni ábyrga og örugga umgengni við vinnu og frágang á vinnusvæði
  • Að nemendur geti tekið tillit til annarra í hópvinnu og sýnt frumkvæði.
  • Að nemendur geti unnið á skipulagðan hátt.

Námsmat

Leiðsagnarmat, verkefnavinna á veggspjöldum og virkni í tímum.


06 Skartgripagerð

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur  búa til skartgripi á ólíkan hátt, með tálgun, endurnýtingu og laserskurði í Fablab.  Mikil áhersla lögð á hönnunarferli.

Hæfniviðmið

  • Að nemendur hanni skartgripi innan ákveðinna marka
  • Að  nemendur vinni hugmynd frá skyssu að tilbúnum hlut
  • Að nemendur sjái hvernig við getum nýtt okkur gamla hluti og afgangs efni til að búa til skartgripi.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.


07 Spilaval

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hilmar Guðlaugsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Skoðum og lærum fjölbreytt hand- og borðspil. Við ætlum að spila spil sem margir þekkja eins og Ticket to ride, Partners og fleiri spil en einnig ný og spennandi spil.

Markmið:

  • Að nemendur kynnist ýmsum spilum og læri spilareglur.
  • Að nemendur þjálfist í að sýna góða framkomu og kurteisi hvort sem þeir vinna eða tapa í spili.

Námsmat

Leiðsagnarmat og virkni í tímum.


08 Vertu leikinn á lífið

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Klara Öfjörð
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessum skyldufagi sem er hluti af náms- og starfsfræðslu Stekkjaskóla munum við kynnast ýmsum störfum sem eru í Sveitafélaginu Árborg.Við skoðum hlutverk okkar í samfélaginu, hvernig það breytist með aldrinum og hvernig við getum haft jákvæð áhrif á umhverfið okkar með ýmsum hætti. Við munum heimsækja stofnanir og heyrum í þeim sem starfa á vettvangi þeirra greina sem áhuginn leiðir okkur. Lærum að þekkja styrkleika okkar og vinna saman sem öflug liðsheild með samvinnu og virðingu að leiðarljósi. Nýtum okkur áhugaverð forrit til að miðla þekkingunni áfram og reynslu sem við öðlumst.

Hæfniviðmið: Unnið er út frá hæfniviðmiðum samfélagsgreina.

  • Reynsluheimur – Umhverfi, samfélag og menning: Hæfni nemenda til að skilja raunveruleikann. – Borið kennsl á gildi, svo sem virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umhyggju og umburðalyndi. – Bent á nokkrar mikilvægar stofnanir í nærsamfélaginu. – Áttað sig á að hann er hluti af stærra samfélagi. – Varast hættur á heimili sínu og í nágrenninu
  • Hugarheimur – Sjálfsmynd: hæfni nemenda til að átta sig á sjálfum sér og öðrum• Sagt frá sjálfum sér. – Bent á gildi jákvæðra viðhorfa og gilda um sjálfan sig. – Bent á dæmi um hefðbundin kynhlutverk og breytingar á þeim. – Gert sér grein hvar styrkleikar sínir liggja. – Bent á fyrirmyndir sem hafa áhrif á hann. – Gert grein fyrir að í umhverfinu eru margvísleg áreiti, jákvæð og neikvæð, sem hafa áhrif á lífhans. – Sett sig í spor annarra jafnaldra
  • Félagsheimur – Samskipti: hæfni nemenda að mynda og þróa tengsl sín við aðra. – Tekið þátt í samstarfi og samræðu í jafningjahópi. – Hlustað á og greint ólíkar skoðanir. – Sýnt tillitssemi og virðingu í samskiptum og samvinnu við aðra. – Sýnt að hann virðir reglur í samskiptum fólks.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið
eru metin út frá virkni nemenda.


Valseðill

Nemendur þurfa að fylla út valseðil heima hjá sér með foreldri eða forráðamanni og fá undirskrift þeirra.

Reynt er eftir fremsa megni að veita öllum fyrsta val en það getur komið upp að það takist ekki. Ef svo þá er farið í annað val og svo þriðja. Passað er upp val nemenda dreifist jafnt yfir veturinn.

Ef þið hafið einhverjar athugasemdir eða spurningar þá vinsamlegast sendið línu á leifur@stekkjaskoli.is