Tímabil 1: 26. ágúst - 11. október

Val A

Er kennt á mánudögum og miðvikudögum kl. 12:30-13:50


01 Matreiðsla og bakstur

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Lilja Ósk Kristbjarnardóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessu valfagi er lögð áhersla á eldamennsku og bakstur í bland.

Farið verður yfir meðhöndlun hráefnis og matvæla, umgengni og þrif á helstu áhöldum í eldhúsinu auk almenns frágangs. Auk þess verur farið yfir tengsl næringar og heilsu ásamt ýmsum þáttum tengdum heimilishaldi.

Hæfniviðmið

  • Kynnist helsta handbragði í matreiðslu og bakstri.
  • Matreitt einfalda rétti eftir uppskrift og unnið sjálfstætt.
  • Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi.
  • Gert sér grein fyrir helstu kostnaðarliðum við heimilishald og sé meðvitaður um neytendavernd.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt vinnusemi, frumkvæði, vandvirkni, umgengni og ábyrgð eru metin.

 


02 Fartölvan og spjaldtölvan

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Við prófum bæði fartölvur og spjaldtölvur og gerum ýmislegt saman. Farið verður í heimasíðugerð, forritun, myndvinnslu, skjalageymslu, upplýsingaöflun o.fl.

Hæfniviðmið

  • Nýtt fjölbreyttar leiðir og leitarvélar við markvissa öflun upplýsinga við hæfi.
  • Nýtt hugbúnað og forrit við einfalda uppbyggingu og uppsetningu ritsmíða.
  • Nýtt hugbúnað/forrit við einfalda framsetningu á tölulegum gögnum.
  • Nýtt hugbúnað/forrit við myndvinnslu, gerð stuttmynda og hljóð- og tónvinnslu.
  • Nýtt hugbúnað/forrit við vefsmíðar.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin. Einnig er horft til vinnusemi, frumkvæðis, vandvirkni, umgengni og ábyrgðar.

 


03 Teikni-tækni

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Eyrún Óskarsdóttir
Hámarksfjöldi: 10 nemendur

Á námskeiðinu verður farið í nokkur mikilvæg grunnatriði í teikningu. Hafir þú áður komið á námskeið í teikningu bætir þú við þekkingu þína og færð tækifæri til að prófa ný áhöld og efni.

Viðfangsefni námskeiðsins er :

Fjarvídd, skyggingar, form, teiknað utan dyra (ef veður leyfir), andlit og líkami - til dæmis Manga, sitthvað fleira um teikni-tækni: pennateikningar, blekteikningar, zentangle og fleira.

Hæfniviðmið:

  • Nemandi getur notað mismunandi efni og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun.
  • Nemandi getur greint, borið sman og metið aðferðir við gerð mismunandi listaverka.
  • Nemandi getur byggt listsköpun á hugmyndavinnu tengdri rannsóknum og reynslu.
  • Nemandi getur hagnýtt leikni og þekkingu sem hann hefur öðlast til að takast á við fjölbreytt verkefni.
  • Nmenandi getur beitt hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum hvers verkefnis.
  • Nemandi getur tekið tillit til annarra í hópavinnu og sýnt frumkvæði.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.

 


04 Textílmennt - Garnlitun og prjón

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur læra að lita garn á mismunandi hátt og prjóna úr því einfalda hluti til skrauts eða notkunar t.d. húfur, eyrnabönd, bolta, bangsa eða eitthvað sem nemendum dettur í hug. Nemendur fá kynningu á frægum prjónahönnuðum, íslenskum sem erlendum

Hæfniviðmið:

  • Að læra að lita garn.
  • Að kynnast grunnaðferðum og áhöldum greinarinnar.
  • Að nemandi nái undirstöðufærni í prjóni, þ.e. að fitja upp og fella af og prjóna slétt prjón.
  • Að nemandi sé sjálfstæður í vali og vinnubrögðum.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt þáttöku í tímum.

 


05 Pizzabretti og hnífur

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur smíða áhöld til pizzugerðar.  Tálga skaft fyrir pizzahníf og smíða pizzabretti sem þau merkja í laser í Fablab.

Hæfniviðmið:

  • Að nemendur noti ólíkan efnivið, ómeðhöndlaðan nýjan við í bland við unnið timbur.
  • Að  nemendur vinni hugmynd frá skissu að tilbúnum hlut.
  • Að nemendur læri að nota verkfæri við hæfi, beita þeim rétt og rétta umhirðu þeirra.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.

 


06 Stuttmyndagerð

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Elína Ása Magnúsdóttir og Hermína Íris Helgadóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Það að gera stuttmynd reynir á og þjálfar mjög fjölbreytta hæfni og gerir þig um leið læsari á þann mikilvæga miðil sem kvikmynd er. Í þessu vali förum við í gegnum hvernig er best að fara að þegar maður býr til stuttmyndir og búum bæði til stiklur (trailer) og okkar eigin stuttmyndir. Í lokin sýnum við allan afraksturinn og höfum gaman saman.

Markmið

  • Að nemandi sýni sjálfstæði í vinnubrögðum undir leiðsögn og í samvinnu með öðrum.
  • Að nemandi nýti sér mismunandi tæknibúnað á hagkvæman og fjölbreyttan hátt.
  • Að nemandi nýtt hugbúnað/forrit við myndvinnslu, gerð stuttmynda og hljóð- og tónvinnslu. Eins og til dæmis iMovie.
  • Að nemandi fái þjálfun og læri að gera verkáætlun frá hugmynd að fullunnu verki.
  • Að nemandi kynnist hvað felst í gerð kvikmynda eins og til að mynda handritsgerð.

Námsmat

Leiðsagnarmat, sjálfsmat og virkni í tímum



Val B

Er kennt á fimmtudögum kl. 08:10-09:30


01 Eldað og bakað

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Lilja Kristbjarnardóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessu valfagi er lögð áhersla á eldamennsku og bakstur í bland.

Farið verður yfir meðhöndlun hráefnis og matvæla, umgengni og þrif á helstu áhöldum í eldhúsinu auk almenns frágangs. Auk þess verur farið yfir tengsl næringar og heilsu ásamt ýmsum þáttum tengdum heimilishaldi.

Hæfniviðmið

  • Kynnist helsta handbragði í matreiðslu og bakstri.
  • Matreitt einfalda rétti eftir uppskrift og unnið sjálfstætt.
  • Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi.
  • Gert sér grein fyrir helstu kostnaðarliðum við heimilishald og sé meðvitaður um neytendavernd.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt þáttöku í tímum.

 


02 Minecraft

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Minecraft er frábær tölvuleikur sem ýtir undir skapandi hugsun og samvinnu. Í þessari valgrein spilum við Minecraft saman og leysum ýmis verkefni. Nemendur fá tækifæri til að nýta sköpunarkrafta sína saman.

Hæfniviðmið

  • Vinna með öðrum og lagt sitt af mörkum í samstarfi við ýmis verkefni.
  • Lært af mistökum og geta nýtt það í að betrumbæta vinnu.
  • Nota ýmiskonar miðla við nýsköpun, þróun, framsetningu upplýsinga og hugmynda.
  • Tekið leiðsögn og uppbyggilegri gagnrýni á jákvæðan hátt.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat ásamt þáttöku í tímum.

 


03 Frisbígolf

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Viktorija Riskute
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Við munum fara í frisbígolf á frisbígolfsvellinum hér á Selfossi. Við förum hjólandi frá skólanum, því er mikilvægt að nemendur mæti á hjóli í skólann. Þau sem eiga frisbígolfsdiska mega endilega taka þá með sér, en kennarinn verður líka með diska fyrir þá sem koma ekki með sína.

Markmið:  

  • Að nemendur kynnist frisbígolfi.
  • Læri helstu grip og köst í frisbí.
  • Sýni sjálfstæði og taki ábyrgan þátt í útivist.

Námsmat

Þátttaka og virkni nemenda.

 


04 Örugg framkoma og tjáning

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Elín Anna Lárusdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í námskeiðinu er fjallað um mikilvægi færni í samskiptum. Farið er yfir ólík samskipti og samskiptaform í lífi nemenda. Fjallað er um mikilvægi hlustunar, bera virðingu fyrir þeim sem talað er við, hvernig hægt er að æfa sig að geta staðið upp og tjáð sig af öryggi.

Markmið

  • Nemendur læra að koma fram og tjá sig fyrir framan aðra.
  • Nemendur læra að lesa í helstu þætti sem hafa áhrif á framkomu fólks.
  • Nemendur læra að nýta uppbyggilega gagnýni, bæði sem viðtakandi og veitandi.
  • Nemendur læra að átta sig á eigin styrkleikum og veikleikum í samskiptum.

Námsmat

Leiðsagnarmat, sjálfsmat og virkni í tímum.

 


05 Útikennsla og ýmislegt smálegt

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Þegar veður er gott fara nemendur út og kveikja upp í eldstæðinu þar sem þeir munu baka lummur, hita kakó, poppa popp og ýmislegt fleira.

Einhverjir tímar verða inni þar sem unnið er að litlum textílverkum eins og hnýttar lyklakippur, nálaþæfing eða unnið með leður.

Hæfniviðmið:

  • Að nemendur sýni ábyrga og örugga umgengni við vinnu og frágang á vinnusvæði
  • Að nemendur geti tekið tillit til annarra í hópvinnu og sýnt frumkvæði.
  • Að nemendur geti unnið á skipulagðan hátt.

Námsmat

Leiðsagnarmat, verkefnavinna á veggspjöldum og virkni í tímum.


06 Frjálsar íþróttir

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur fá að kynnast öllum (eða amk flestum) greinum frjálsra íþrótta t.d. spjótkast, sleggjukast, stangarstökk, þrístökk og boðhlaup auk hinna hefðbundnu greina og grunnatriðum í styrktarþjálfun.  Tímarnir verða í frjálsíþróttahöllinni á íþróttavellinum.

Hæfniviðmið:

  • Að nemendur kynnist vel íþróttagrein sem þeir ekki endilega æfa að staðaldri.
  • Að  nemendur læri grunnþjálfun í hlaupum og styrk.
  • Að nemendur læri góða líkamsbeitingu.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.


07 Boltaval

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hilmar Guðlaugsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Lýsing: Nemendur kynnist mismunandi boltaíþróttum t.d. fótbolta, handbolta, körfubolta o.fl. boltagreinum. Upphitun og fyrirbyggjandi æfingar eru mikilvægur hluti af íþróttum.
Kennt verður bæði úti á skólalóðinni og inni í sal.

Markmið:

  • Kynnast boltaíþróttum
  • Skilja mikilvægi upphitunar og fyrirbyggjandi æfinga
  • Efla liðsanda, samvinnu og tillitssemi.
  • Góð ástundun og þáttaka í tímum

Námsmat

Leiðsagnarmat og virkni í tímum.


08 Vertu leikinn á lífið

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Klara Öfjörð
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessum skyldufagi sem er hluti af náms- og starfsfræðslu Stekkjaskóla munum við kynnast ýmsum störfum sem eru í Sveitafélaginu Árborg.Við skoðum hlutverk okkar í samfélaginu, hvernig það breytist með aldrinum og hvernig við getum haft jákvæð áhrif á umhverfið okkar með ýmsum hætti. Við munum heimsækja stofnanir og heyrum í þeim sem starfa á vettvangi þeirra greina sem áhuginn leiðir okkur. Lærum að þekkja styrkleika okkar og vinna saman sem öflug liðsheild með samvinnu og virðingu að leiðarljósi. Nýtum okkur áhugaverð forrit til að miðla þekkingunni áfram og reynslu sem við öðlumst.

Hæfniviðmið: Unnið er út frá hæfniviðmiðum samfélagsgreina.

  • Reynsluheimur – Umhverfi, samfélag og menning: Hæfni nemenda til að skilja raunveruleikann. – Borið kennsl á gildi, svo sem virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umhyggju og umburðalyndi. – Bent á nokkrar mikilvægar stofnanir í nærsamfélaginu. – Áttað sig á að hann er hluti af stærra samfélagi. – Varast hættur á heimili sínu og í nágrenninu
  • Hugarheimur – Sjálfsmynd: hæfni nemenda til að átta sig á sjálfum sér og öðrum• Sagt frá sjálfum sér. – Bent á gildi jákvæðra viðhorfa og gilda um sjálfan sig. – Bent á dæmi um hefðbundin kynhlutverk og breytingar á þeim. – Gert sér grein hvar styrkleikar sínir liggja. – Bent á fyrirmyndir sem hafa áhrif á hann. – Gert grein fyrir að í umhverfinu eru margvísleg áreiti, jákvæð og neikvæð, sem hafa áhrif á lífhans. – Sett sig í spor annarra jafnaldra
  • Félagsheimur – Samskipti: hæfni nemenda að mynda og þróa tengsl sín við aðra. – Tekið þátt í samstarfi og samræðu í jafningjahópi. – Hlustað á og greint ólíkar skoðanir. – Sýnt tillitssemi og virðingu í samskiptum og samvinnu við aðra. – Sýnt að hann virðir reglur í samskiptum fólks.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið
eru metin út frá virkni nemenda.


Valseðill

Nemendur þurfa að fylla út valseðil heima hjá sér með foreldri eða forráðamanni og fá undirskrift þeirra.

Reynt er eftir fremsa megni að veita öllum fyrsta val en það getur komið upp að það takist ekki. Ef svo þá er farið í annað val og svo þriðja. Passað er upp val nemenda dreifist jafnt yfir veturinn.

Ef þið hafið einhverjar athugasemdir eða spurningar þá vinsamlegast sendið línu á leifur@stekkjaskoli.is