Bekkjarfulltrúar Stekkjaskóla - Starfsreglur
Í sjöttu grein laga Foreldrafélags Stekkjaskóla er hlutverk bekkjarfulltrúa skilgreint á eftirfarandi hátt:6. greinBekkjarfulltrúar starfa á vegum foreldrafélagsins sem setur þeim starfsreglur.Hlutverk bekkjarfulltrúa erað efla og styrkja samstarf foreldra og barna og leitast við að treystasamband heimilis og skóla innan hverrar bekkjardeildar með nánu samstarfivið umsjónarkennara. Stjórn foreldrafélagsins ber ábyrgð á að í upphafi skólaárs séu tilnefndir 2-3 bekkjarfulltrúar úr hverri bekkjardeild. Bekkjarfulltrúar eru nánasta bakland stjórnar, getur stjórn boðað þá til samráðsfunda eftir þörfum og leitað aðstoðar þeirra í stærri verkefnum.
Til viðbótar eru eftirfarandi starfsreglur settar fram fyrir bekkjarfulltrúa til að styðjast við í sínu starfi
- Bekkjarfulltrúar bera ábyrgð á að skipuleggja og koma í framkvæmd viðburðumfyrir nemendur bekkjaog foreldra/forráðamenn þeirra a.m.k. tvisvar á skólaári, þ.e. einu sinni á hvorri önn.
- Bekkjarfulltrúar hittast á samráðsfundisem stjórn foreldrafélags boðar til í upphafi skólaárs. Þar er farið yfir hlutverk þeirra og ábyrgð, sem og hugmyndir ólíkra viðburða kynntar og ræddar.
- Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir foreldravið umsjónarkennara og koma sjónarmiðum foreldra á framfæri þegar þess er þörf.•Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir bekkjarinsvið stjórn foreldrafélagsins.
- Bekkjarfulltrúar halda til haga upplýsingumog gögnum um þá viðburði sem haldnir eru á vegum bekkjarfulltrúa í árganginum á hverjum vetri og bera ábyrgð á að miðla þeim upplýsingum til nýrra bekkjarfulltrúa á nýju skólaári.
- Bekkjarfulltrúar reyna að hlusta eftir sjónarmiðum nemendavarðandi andann í bekknum, bekkjarstarfið og aðkomu foreldra. Þeir bera ábyrgð á að skapa vettvang til að stuðla að jákvæðum samskiptum og eflingu liðsheildar í bekknum.
- Bekkjarfulltrúar aðstoða stjórn foreldrafélagsinsvið framkvæmd stærri viðburða ef óskað er eftir því s.s. jólaföndur og vorhátið.•Bekkjarfulltrúar skulu gæta þess að hafa velferð nemenda, foreldra og kennara að leiðarljósií bekkjarstarfinu og virða trúnaðum persónulega hagi nemenda og foreldra.
- Önnur hlutverksem bekkjarfulltrúar gætu einnigþurft að sinna í framtíðinnieru t.d.
- Þátttaka í skipulagningu og framkvæmd á foreldrarölti.
- Aðstoðakennara við að skipuleggja þátttöku foreldra í skólastarfinu eftir því sem við á, t.d. í tengslum við vettvangsferðir, starfskynningar og heimsóknir foreldra í bekkinn.