
Fréttasafn
Þriðjudaginn 9. september verður foreldrafræðsla fyrir foreldra/forráðamenn nemenda í 5. árgangi. Fræðslan verður haldin í fjölnotasal skólans fyrir innan matsal og hefst kl. 17:00.
Mikilvægt er að foreldri eða forráðamaður frá hverju barni komi á fræðsluna.
Sjá nánar auglýsingu hér.
Þriðjudaginn 2. september verður foreldrafræðsla fyrir foreldra/forráðamenn nemenda í 1. árgangi. Fræðslan verður haldin í fjölnotasal skólans fyrir innan matsal og hefst kl. 17:00.
Mikilvægt er að foreldri eða forráðamaður frá hverju barni komi á fræðsluna.
Sjá nánar auglýsingu hér.
Fræðslufundir fyrir foreldra /forráðamenn nemenda í 5. og 8. árgangi verður á eftirfarandi dögum:
- Þriðjudaginn 9. september verður foreldrafræðsla fyrir foreldra/forráðamenn nemenda í 5. árgangi og hefst kl. 17:00.
- Þriðjudaginn 16. september verður foreldrafræðsla fyrir foreldra/forráðamenn nemenda í 8. árgangi og hefst kl. 17:00.
Þessir fræðslufundir verða auglýstir betur þegar nær dregur.
Skólastjórnendur
Skólsetning Stekkjaskóla verður mánudaginn 25. ágúst 2025 í hátíðarsal skólans. Eftir stutta samkomu á sal munu nemendur hitta umsjónarkennara.
- Kl. 9:00 Nemendur í 1.-4. bekk, f. 2019-2016
- Kl. 10:00 Nemendur í 5.-8. bekk, f. 2015-2012
- Nemendur og forráðamenn 1. bekkjar (f. 2019) verða jafnframt boðaðir til viðtals með umsjónarkennara.
Allir grunnskólar sveitarfélagsins Árborgar verða settir þennan dag. Sjá nánar hér.
Skólastjórnendur Stekkjaskóla