Tímabil 2: 13. október - 28. nóvember
Val A
Er kennt á mánudögum og fimmtudögum kl. 12:30-13:50
01 Heimilisfræði
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hilmar Guðlaugsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Heimilisfræði er ekki valgrein. Allir fara í heimilisfræði a.m.k. einu sinni í vetur.
Í þessu valfagi er lögð áhersla á eldamennsku og bakstur í bland.
Farið verður yfir meðhöndlun hráefnis og matvæla, umgengni og þrif á helstu áhöldum í eldhúsinu auk almenns frágangs. Auk þess verur farið yfir tengsl næringar og heilsu ásamt ýmsum þáttum tengdum heimilishaldi.
Í vetur munu nemendur nota vefinn til að finna uppskriftir. Velja sér eitthvað til að elda eða baka og taka sig svo upp. Hluti af námsmatinu í heimilisfræði er myndbandið sem nemendur skila af sér.
Hæfniviðmið
- Kynnist helsta handbragði í matreiðslu og bakstri.
- Matreitt einfalda rétti eftir uppskrift og unnið sjálfstætt.
- Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi.
- Gert sér grein fyrir helstu kostnaðarliðum við heimilishald og sé meðvitaður um neytendavernd.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt vinnusemi, frumkvæði, vandvirkni, umgengni og ábyrgð eru metin.

02 Tölvan
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Í þessari valgrein ætlum við að prófa ýmislegt. Nemendur fá að einhverju leyti að stjórna því sem verður gert. Við munum t.d. prófa litla róbóta, læra ýmis konar á forrit, skoða forritun, skapa ýmislegt, o.fl. Það verða ekki spilaðir leikir.
Hæfniviðmið
- Að geta nýtt hugbúnað við gerð margvíslegra kynninga.
- Að geta nýtt hugbúnað við uppsetningu ritunarverkefna samkvæmt viðmiðum um uppsetningu og frágang.
- Að geta nýtt hugbúnað við gagnasöfnun og framsetningu á tölulegum gögnum.
- Að geta nýtt tæki og hugbúnað við ljósmyndun og stuttmyndagerð.
- Að geta nýtt tæki og hugbúnað við einfalda hönnun, myndvinnslu og myndsköpun.
- Að geta hugað að eigin heilsu og vellíðan við notkun stafrænnar tækni og gert sér grein fyrir mikilvægi jafnvægis í skjátíma.
- Að geta gert sér grein fyrir mikilvægi þess að vernda persónuupplýsingar og friðhelgi einkalífs í stafrænu umhverfi og áttað sig á hverjum sé hagur af því að safna stafrænum upplýsingum.
- Að geta rætt og útskýrt að öll netnotkun einstaklinga skilur eftir sig spor í stafrænu umhverfi til langframa.
- Að geta gert sér grein fyrir helstu hættum í stafrænu umhverfi og þekkt vel ólíkar leiðir til að tilkynna ólöglegt og vafasamt efni á netinu og að samfélagsmiðlar hafa áhrif á samskipti.
- Að geta flokkað og vistað gögn á öruggan hátt.
- Að geta nýtt hugbúnað og tæki á fjölbreyttan hátt og til að leysa fjölbreyttar þrautir. Hafa fengið kynningu á grunnhugtökum í forritun.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin. Einnig er horft til vinnusemi, frumkvæðis, vandvirkni, umgengni og ábyrgðar.

03 Teiknimyndasögur
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Hér ætlum við að búa til okkar eigin teiknimyndapersónu. Búum til hugmyndakort, nokkra mismunandi karaktera sem við þróum svo áfram og gerum litla teiknimyndabók. Hér fær sköpunin og hugmyndaflugið að ráða.
Hæfniviðmið
- Fjallað um eigin verk og verk annarra í virku samtali við aðra nemendur.
- Nýtt sér grunnþætti myndlistar í eigin sköpun.
- Skrásett og sett fram hugmyndir á fjölbreyttan hátt byggðar á eigin ímyndunarafli og/eða rannsókn, myndrænt og/eða í texta.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin. Einnig er horft til vinnusemi, frumkvæðis, vandvirkni, umgengni og ábyrgðar.

04 Náttbuxur
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Nemendur kynnast grunnaðferðum í vélsaum og sauma náttbuxur úr flónel. Lögð er áhersla á að nemendur læri að sníða eftir sniði og gera buxur frá grunni.
Hæfniviðmið:
- Að nemendur geti lagt saman efnisbrúnir og títiprjónað.
- Að nemendur geti saumað með fót við brún.
- Að nemendur geti unnið eftir ferli og leyft sköpunargleðinni að ráða
- Að nemendur kunni að sauma zikk zakk
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin. Einnig er horft til vinnusemi, frumkvæðis, vandvirkni, umgengni og ábyrgðar.

05 Smíðum bíl
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Nemendur smíða lítinn leikfangabíl. Ef tími vinnst til vörum við í fablab og tengjum ledljós við bílinn.
Hæfniviðmið
- Að nemendur noti ólíkan efnivið, timbur, plexigler o.fl.
- Að nemendur vinni hugmynd frá skyssu að tilbúnum hlut.
- Að nemendur læri að nota verkfæri við hæfi, beita þeim rétt og rétta umhirðu þeirra.
Námsmat
Leiðsagnarmat og símat.

06 Heilbrigði og hreyfing
Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Magnús Hilmar Viktorsson og Viktorija Riskute
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Í þessu vali munu tímar vera bæði bóklegir og verklegir. Í bóklegum tímum munum við læra um starfsemi líkamans, mikilvægi hreyfingar, líkamlega- og andlega heilsu, næringu og svefn. Í verkelgum tímum munum við fara í göngutúr, leiki, yoga, hugleiðslu og borðtennis.
Markmið:
- Að nemendur kynnist mikilvægi heilbrigðs lífstíls
- Mikilvægi hreyfingar
- Læri og þekki líkamsstarfsemi
Námsmat
Þátttaka og virkni nemenda.

Val B
Er kennt á miðvikudögum kl. 08:10-09:30
01 Heimilisfræði
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Elín Ása Magnúsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Heimilisfræði er ekki valgrein. Allir fara í heimilisfræði a.m.k. einu sinni í vetur
Sumir fara einu sinni í val A. Aðrir tvisvar sinnum í Val B.
Í þessu valfagi er lögð áhersla á eldamennsku og bakstur í bland.
Farið verður yfir meðhöndlun hráefnis og matvæla, umgengni og þrif á helstu áhöldum í eldhúsinu auk almenns frágangs. Auk þess verur farið yfir tengsl næringar og heilsu ásamt ýmsum þáttum tengdum heimilishaldi.
Í vetur munu nemendur nota vefinn til að finna uppskriftir. Velja sér eitthvað til að elda eða baka og taka sig svo upp. Hluti af námsmatinu í heimilisfræði er myndbandið sem nemendur skila af sér.
Hæfniviðmið
- Kynnist helsta handbragði í matreiðslu og bakstri.
- Matreitt einfalda rétti eftir uppskrift og unnið sjálfstætt.
- Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi.
- Gert sér grein fyrir helstu kostnaðarliðum við heimilishald og sé meðvitaður um neytendavernd.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt vinnusemi, frumkvæði, vandvirkni, umgengni og ábyrgð eru metin.

02 Hljómsveit
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Nú stofnum við hljómsveit. Pælingin er að ákveða saman 1-3 lög, æfa vel saman og spila svo litla tónleika fyrir allan skólann á stóra sviðinu.
Hæfniviðmið
- Vinna með tónlist í sampili við aðra.
- Sýna öðrum virðingu og þolinmæði.
- Lagt metnað í að æfa sig til þess að bæta eigin getu og hæfni.
- Tekið leiðsögn og uppbyggilegri gagnrýni á jákvæðan hátt.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat ásamt þáttöku í tímum.

03 Leiklist fyrir alla – sköpun og gleði
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 14 vikur
Kennari: Guðný Lára Gunnarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Leiklistarval – 14 vikur af leikgleði og sköpun!
Langar þig að kynnast leikhúsheiminum á skemmtilegan, lifandi og skapandi hátt? Í þessu vali förum við í ævintýri þar sem þú lærir að tjá þig, byggja upp persónur og segja sögu með leiklist.
Í hverjum tíma verður farið í spennandi leiklistaræfingar, spunavinnu, og skemmtilega hópvinnu þar sem við láta hugmyndirnar fljúga! Þú færð tækifæri til að búa til þitt eigið leikrit með vinum þínum, prófa að lesa handrit og skoða hvernig þú getur skapað persónur sem lifna við fyrir framan áhorfendur.
Á meðan við æfum okkur í framkomu, tjáningu og samvinnu, byggjum við upp sterka og jákvæða stemningu þar sem allir fá að njóta sín og finna leikgleðina.
Og að lokum? Ef vel gengur búum við til okkar eigin leiklistarhátíð þar sem allir sýna það sem þeir hafa skapað og lært –þetta gæti orðið ógleymanleg!
Komdu með þinn kraft, hugmyndir og orku – við ætlum að skapa, hlæja og standa saman!
Hæfniviðmið
- Geti nýtt sér hugmyndir jafningja og lagt fram sínar eigin í leikrænu ferli og við undir- búning og sköpun leikþáttar.
- Geti nýtt sér efni úr ýmsum áttum sem kveikju við frumsköpun leikins efnis. Skapað leikþætti í félagi við aðra með skýrum persónum, söguþræði og framvindu.
- Geti nýtt sér leikmuni, búninga, einfaldan sviðsbúnað og tækni til þess að styrkja sköpun sína.
- Geti flutt leiktexta í hlutverki á viðeigandi hátt fyrir framan áhorfendur.
Námsmat
Símat þar sem litið verður til þátttöku og virkni nemenda.

04 Útihlaup, teygjur, öndun og slökun
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Hér fá nemendur tækifæri á því að nota hreyfi færnina sína. Í öllum tímum verður byrjað á léttum upphitunaræfingum, farið út að hlaupa (Misstóra hringi) og endað í teygjuæfingum og slökun og kennt að nota öndun rétt. Nauðsynlegt að mæta í þægilegum fötum til að hlaupa í, í góðum hlaupaskóm og klæða sig eftir veðri. Gott að hafa auka föt með.
Hæfniviðmið
- Að nemendur geti gert æfingar sem reyna á þol, styrk og stöðugleika útlima og bols.
- Að nemendur geti gert hreyfingar sem reyna á stöðujafnvægi og hreyfijafnvægi
- Að nemendur geti gert flóknar samsettar æfingar sem reyna á lipurð og samhæfingu
Námsmat
Virkni og þátttaka í tímum.

05 Skreytum skólann
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Nú styttist í Hrekkjavökuna og jólin eru handan við hornið. Í þessu vali ætlum við að búa til alls konar skraut fyrir skólann okkar, bæði tengt Hrekkjavökunni og jólunum. Markmiðið er að skólinn okkar fái flottan hátíðarbúning.
Markmið:
- Skapandi hugsun.
- Vönduð og fíngerð vinnubrögð.
- Klára verkefni frá hugmynd að tilbúnu verki.
Námsmat
Leiðsagnarmat, sjálfsmat og virkni í tímum.

06 Tinkercad
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Nemendur læra grunnatriði í þrívíddarforriti og hanna eða teikna sinn eigin hlut til framleiðslu fyrir þrívíddarprentara. Áhersla lögð á eigin teikningu og hönnun.
Hæfniviðmið
- Að nemendur læri grunnatriði í þrívíddarteikningu.
- Að nemendur vinni hugmynd frá skissu að tilbúnum hlut.
- Að nemendur hanni og “teikni” hlut sem þeir prenta svo út.
Námsmat
Leiðsagnarmat og símat.

Ef þið hafið einhverjar athugasemdir eða spurningar þá vinsamlegast sendið línu á leifur@stekkjaskoli.is