Tímabil 1: 25. ágúst - 10. október
Nemendur í 5.-6. bekk velja fimm sinnum yfir veturinn einhverja valgrein sem tengist áhugasviði.
Ásamt þessum valgreinum verða allir nemendur í hefðbundnum list- og verkgreinum.
Val
Er kennt á miðvikudögum kl. 12:30-13:50
01 Teiknað/málað eftir tónlist
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Hér ætlum við hlusta á mismunandi tónlist og teikna og mála eftir því sem við skynjum. Frjálsar aðferðir og tjáning. Hvaða liti notum við þegar við tjáum gleði, sorg o.s.frv. Við hlustum á allt frá rólegri klassískri tónlist upp í rapp/þungarokk og sjáum hvernig skynjunin breytist við mismunandi hlustun.
Hæfniviðmið
- Tjáð skoðanir eða tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eigin reynslu.
- Greint, borið saman og metið aðferðir við gerð margs konar listaverka.
- Nýtt sér grunnþætti myndlistar í eigin sköpun.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt vinnusemi, frumkvæði, vandvirkni, umgengni og ábyrgð eru metin.
02 Minecraft
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Minecraft er frábær tölvuleikur sem ýtir undir skapandi hugsun og samvinnu. Í þessari valgrein spilum við Minecraft saman og leysum ýmis verkefni. Nemendur fá tækifæri til að nýta sköpunarkrafta sína saman.
Ég hvet þau ykkar sem ekki hafa valið Minecraft áður að prófa. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að kunna ekki nóg eða hafa ekki spilað leikinn.
Hæfniviðmið
- Vinna með öðrum og lagt sitt af mörkum í samstarfi við ýmis verkefni.
- Lært af mistökum og geta nýtt það í að betrumbæta vinnu.
- Nota ýmiskonar miðla við nýsköpun, þróun, framsetningu upplýsinga og hugmynda.
- Tekið leiðsögn og uppbyggilegri gagnrýni á jákvæðan hátt.
Námsmat
Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin. Einnig er horft til vinnusemi, frumkvæðis, vandvirkni, umgengni og ábyrgðar.
03 Skrautskrift
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Elín Anna Lárusdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Í þessu valfagi er farið yfir tæknina að skrifa með skrautskrift. Lagðar verða inn nokkrar aðferðir að skrautskrifa og ýmsar gerðir skrautskrifta kynntar til sögunnar.
Ýmis verkefni verða gerð í tímanum til að æfingar eins og að skrifa tækifæriskort, haus á gestabók, nafnspjald og einnig notast við tillögur nemenda að verkefnum.
Markmið:
Nemendur læra…
- …rétt grip á penna.
- …að nota penna við skrift.
- …ýmsar gerðir skriftarstíla.
- …að skrautskrifa við ýmis tækifæri.
Námsmat
Leiðsagnarmat, sjálfsmat og virkni í tímum.
04 Danssmiðja
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Kristín Hanna Guðmundsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Í danssmiðju munum við læra að vinna með spuna, semja dansrútínur, læra dansspor og danstækni. Danssmiðjan hentar bæði fyrir byrjendur og framhaldsnemendur í dansi. Kristín Hanna kemur inn til okkar sem stundakennari en hún er sjálf nemandi við JSB dansskólann og kennir einnig þar og í Dansakademíunni.
Nemendur verða að hafa æfingaföt meðferðis, t.d. leggings, stuttbuxur og bol.
Hæfniviðmið
- Að nemendur þrói sköpunarhæfileika sína.
- Að nemendur læri spuna.
- Að nemendur búi til dansrútínu.
- Að nemendur hreyfi sig í takt við tónlist.
- Að nemendur sýni sjálfstæði og séu tilbúin að koma sínum hugmyndum á framfæri og fara eftir leiðbeiningum kennara.
Námsmat
Virkni og þátttaka í tímum og verkefnaskil.
05 Útikennsla og ýmislegt smálegt
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Þegar veður er gott fara nemendur út og kveikja upp í eldstæðinu þar sem þeir munu baka lummur, hita kakó, poppa popp og ýmislegt fleira.
Einhverjir tímar verða inni þar sem unnið er að litlum textílverkum eins og hnýttar lyklakippur, nálaþæfing eða unnið með leður.
Hæfniviðmið:
- Að nemendur sýni ábyrga og örugga umgengni við vinnu og frágang á vinnusvæði
- Að nemendur geti tekið tillit til annarra í hópvinnu og sýnt frumkvæði.
- Að nemendur geti unnið á skipulagðan hátt.
Námsmat
Leiðsagnarmat, verkefnavinna á veggspjöldum og virkni í tímum.
06 Frisbígolf
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Heiðar Halldórsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Við munum fara í frisbígolf á frisbígolfsvellinum hér á Selfossi. Við förum hjólandi frá skólanum, því er mikilvægt að nemendur mæti á hjóli í skólann. Þau sem eiga frisbígolfsdiska mega endilega taka þá með sér, en kennarinn verður líka með diska fyrir þá sem koma ekki með sína.
Hæfniviðmið:
- Að nemendur kynnist frisbígolfi.
- Læri helstu grip og köst í frisbí.
- Sýni sjálfstæði og taki ábyrgan þátt í útivist.
Námsmat
Leiðsagnarmat og símat.
07 Ukulele væbs
Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Guðný Lára Gunnarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur
Viltu læra að spila á hljóðfæri sem er bæði skemmtilegt, einfalt og hljómar frábærlega? Þá er þessi smiðja eitthvað fyrir þig! Í þessari 7 vikna ukulelesmiðju hittumst við einu sinni í viku í 80 mínútur og förum í tónlistarævintýri þar sem við:
- Lærum að halda á ukulele og spila fyrstu hljóma
- Æfum okkur í takt og samspili
- Spilum skemmtileg og þekkt lög saman
- Prófum að semja stuttan lagabút eða texta
- Byggjum upp sjálfstraust, sköpunargleði og tónnæmi
Við endum smiðjuna á léttu tónlistaratriði fyrir bekkinn eða foreldra – ef hópurinn vill!
Það þarf enga fyrri reynslu til að taka þátt – bara forvitni og löngun til að læra eitthvað nýtt og hafa gaman. Komdu og spilaðu með!
Hæfniviðmið:
- Geti stillt ukulele
- Geti leikið nokkra einfalda hljóma á hljóðfærið
- Þekkir nokkra einfalda áslætti og rytma
- Tekur þátt í að skapa og flytja einfalt tónverk og geti skráð það á einfaldan hátt.
- Sýni tillitssemi og hvatningu í hópavinnu.
- Geti rætt um eigin tónlist og annarra út frá smekk og upplifun.
Námsmat
Sjálfsmat nemenda og símat kennara þar sem litið verður til þátttöku og virkni.
Ef þið hafið einhverjar athugasemdir eða spurningar þá vinsamlegast sendið línu á leifur@stekkjaskoli.is
