Tímabil 1: 25. ágúst - 10. október

 Val A

Er kennt á mánudögum og fimmtudögum kl. 12:30-13:50


01 Heimilisfræði

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hilmar Guðlaugsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Heimilisfræði er ekki valgrein í A vali. Allir fara í heimilisfræði einu sinni í vetur.

Í þessu valfagi er lögð áhersla á eldamennsku og bakstur í bland.

Farið verður yfir meðhöndlun hráefnis og matvæla, umgengni og þrif á helstu áhöldum í eldhúsinu auk almenns frágangs. Auk þess verur farið yfir tengsl næringar og heilsu ásamt ýmsum þáttum tengdum heimilishaldi.

Í vetur munu nemendur nota vefinn til að finna uppskriftir. Velja sér eitthvað til að elda eða baka og taka sig svo upp. Hluti af námsmatinu í heimilisfræði er myndbandið sem nemendur skila af sér.

Hæfniviðmið

  • Kynnist helsta handbragði í matreiðslu og bakstri.
  • Matreitt einfalda rétti eftir uppskrift og unnið sjálfstætt.
  • Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi.
  • Gert sér grein fyrir helstu kostnaðarliðum við heimilishald og sé meðvitaður um neytendavernd.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt vinnusemi, frumkvæði, vandvirkni, umgengni og ábyrgð eru metin.

 


02 Gervigreind

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Við ætlum að skoða aðeins gervigreindina. Markmiðið er að veita nemendum grunnskilning á gervigreind, þróun hennar, og áhrif hennar á samfélag og einstakling.

Hæfniviðmið

  • Nemendur læra að nálgast, skilja, og túlka upplýsingatæknina sem AI nýtir sér.
  • Vinna með, meta og búa til nýjar lausnir í tengslum við AI.
  • Vinna í hópum og einstaklingsverkefnum við lausnaleit og mat.
  • Nemendur taka virkan þátt í eigin lærdómsferli, leggja mat á þekkingu og þróun.
  • Nemendur tjá hugmyndir sínar og vísindalegan skilning á skýran og fjölbreyttan hátt.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin. Einnig er horft til vinnusemi, frumkvæðis, vandvirkni, umgengni og ábyrgðar.

 


03 Útihreyfing, teikning og málun

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Hér ætlum við að nota bæði úti- og inniaðstöðu, fer svolítið eftir veðurfari. Við ætlum að skoða allskonar hluti í náttúrunni, byggingar o.fl. Æfa okkur að teikna í þrívídd og prufum mismunandi útfærslur t.d. með að nota vatnsliti eða annarskonar liti, penna o.fl. Hér fær ímyndunaraflið svolítið að ráða.

Hæfniviðmið

  • Fjallað um eigin verk og verk annarra í virku samtali við aðra nemendur.
  • Unnið hugmynd frá skissu að lokaverki.
  • Byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu tengdri ímyndun, rannsóknum og reynslu.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin. Einnig er horft til vinnusemi, frumkvæðis, vandvirkni, umgengni og ábyrgðar.

 


04 Textílmennt - Garnlitun og prjón

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur læra að lita garn á mismunandi hátt og prjóna úr því einfalda hluti til skrauts eða notkunar t.d. húfur, eyrnabönd, bolta, bangsa eða eitthvað sem nemendum dettur í hug. Nemendur fá kynningu á frægum prjónahönnuðum, íslenskum sem erlendum

Hæfniviðmið:

  • Að læra að lita garn.
  • Að kynnast grunnaðferðum og áhöldum greinarinnar.
  • Að nemandi nái undirstöðufærni í prjóni, þ.e. að fitja upp og fella af og prjóna slétt prjón.
  • Að nemandi sé sjálfstæður í vali og vinnubrögðum.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt þáttöku í tímum.

 


05 Pizzabretti og hnífur

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur smíða áhöld til pizzugerðar.  Tálga skaft fyrir pizzahníf og smíða pizzabretti sem þau merkja í laser í Fablab.

Hæfniviðmið:

  • Að nemendur noti ólíkan efnivið, ómeðhöndlaðan nýjan við í bland við unnið timbur.
  • Að  nemendur vinni hugmynd frá skissu að tilbúnum hlut.
  • Að nemendur læri að nota verkfæri við hæfi, beita þeim rétt og rétta umhirðu þeirra.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.

 


06 Frisbígolf

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Magnús Hilmar Viktorsson og Viktorija Riskute
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Við munum fara í frisbígolf á frisbígolfsvellinum hér á Selfossi. Við förum hjólandi frá skólanum, því er mikilvægt að nemendur mæti á hjóli í skólann. Þau sem eiga frisbígolfsdiska mega endilega taka þá með sér, en kennarinn verður líka með diska fyrir þá sem koma ekki með sína.

Markmið

  • Að nemendur kynnist frisbígolfi.
  • Læri helstu grip og köst í frisbí.
  • Sýni sjálfstæði og taki ábyrgan þátt í útivist.

Námsmat

Þátttaka og virkni nemenda.

 



Val B

Er kennt á miðvikudögum kl. 08:10-09:30


01 Brjálaður bakstur

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Elín Ása Magnúsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessu valfagi er lögð áhersla á bakstur.

Farið verður yfir meðhöndlun hráefnis og matvæla, umgengni og þrif á helstu áhöldum í eldhúsinu auk almenns frágangs.

Hæfniviðmið

  • Kynnist helsta handbragði baksturs.
  • Bakað eftir uppskrift og unnið sjálfstætt.
  • Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt vinnusemi, frumkvæði, vandvirkni, umgengni og ábyrgð eru metin.

 


02 Rafíþróttir

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Rafíþróttir er í dag ein vinsælasta íþróttagreinin í heiminum. Við ætlum að kynnast nokkrum algengum tölvuleikum sem keppt er í. Við munum einnig skoða sögu tölvuleikja og skoða jákvæðu hliðarnar við tölvuleiki.

Hreyfing verður líka hluti af valgreininni og ýmsar æfingar fyrir líkama og sál gerðar í öllum tímum.

Hæfniviðmið

  • Efla félagsþroska og gagnrýna hugsun.
  • Samvinna og lausnamiðuð hugsun.
  • Netsiðferði og samskiptahæfni.
  • Líkamlegar æfingar, snerpa og vöðvaminni.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin. Einnig er horft til vinnusemi, frumkvæðis, vandvirkni, umgengni og ábyrgðar.

 


03 Jógachill“ og Tóna-töfrar! 

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Guðný Lára Gunnarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í haust fáum við tækifæri til að prófa jóga, slökun, núvitund og tónheilun í skólanum – og þetta er alls ekkert venjulegt líkamsræktarprógram! Engin keppni, enginn samanburður. Bara þú, líkamin þinn og andardrátturinn. Við byrjum rólega, hreyfum okkur aðeins, æfum öndun, og slökum svo vel á. Stundum notum við tónlist, stundum gerum við létta leiki, stundum bara hlustum við. Þú mátt vera eins og þú ert – og taka þátt á þínum forsendum. 

Við ætlum að:

  • Hreyfa okkur  – með stöðum sem kenna okkur jafnvægi, styrk og mýkt. 
  • Læra öndunartækni sem getur róað hugann og gefið okkur betri einbeitingu.
  • Prófa hugleiðslu og slökun – bara liggja, hlusta og vera.
  • Leika okkur í skemmtilegum leikjum! 
  • Upplifa tónlist í líkamanum – með gongi, söngskálum frá Tíbet, Indjánaflautum og fleiru spennandi ♫♫♫. 
  • Finna leiðir til að takast á við stress og álag. 
  • Og kannski það mikilvægasta: finna ró og tengjast sjálfum sér ♥.

Hvað segja börn/unglingar sem hafa prufað Jóga? 

„Ég hélt að þetta væri leiðinlegt, en þetta var ótrúlega næs.“ 
„Ég fattaði loksins hvernig maður róar hugann.“ 
„Ég fann fyrir styrk sem ég vissi ekki að ég hefði.“

Hæfniviðmið:  

  • Aukin lífsgæði, sjálfstraust og vellíðan 
  • Kynnist menningarlegum áhrifum tónlistar og jóga. 
  • Aukinn skilningur á hvernig jóga hefur heildræn áhrif á líkama og sál  
  • Aukin færni í að framkvæma grunnæfingar í jóga með tilliti til öndunar, jafnvægis og liðleika. 
  • Aukinn skilningur á áhrifum tónlistar og hreyfingar á eigin tilfinningar og líðan

Námsmat

Sjálfsmat nemenda og símat kennara þar sem litið verður til þátttöku og virkni nemenda. 

 


04 Skissuteikningar og hugmyndavinna

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Hér verður megináhersla lögð á mismunandi skissugerð, teikningar og hugmyndavinnu.  Nemendur búa til sína hugmynd að skissu- eða hugmyndabók. 

Hæfniviðmið

  • Fjallað um eigin verk og verk annarra í virku samtali við aðra nemendur.
  • Unnið hugmynd frá skissu að lokaverki bæði fyrir tví- og þrívíð verk.

Námsmat

Virkni og þátttaka í tímum og verkefnaskil.

 


05 Útikennsla og ýmislegt smálegt

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Þegar veður er gott fara nemendur út og kveikja upp í eldstæðinu þar sem þeir munu baka lummur, hita kakó, poppa popp og ýmislegt fleira.

Einhverjir tímar verða inni þar sem unnið er að litlum textílverkum eins og hnýttar lyklakippur, nálaþæfing eða unnið með leður.

Hæfniviðmið:

  • Að nemendur sýni ábyrga og örugga umgengni við vinnu og frágang á vinnusvæði
  • Að nemendur geti tekið tillit til annarra í hópvinnu og sýnt frumkvæði.
  • Að nemendur geti unnið á skipulagðan hátt.

Námsmat

Leiðsagnarmat, verkefnavinna á veggspjöldum og virkni í tímum.


06 Inkscape tölvuteikning

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur læra grunnatriði í teikniforritinu Inkscape og hanna/teikna sinn eigin hlut til framleiðslu vinylskera. Búum til límiða og merkingar á textíl/fatnað. Áhersla lögð á eigin teikningu og hönnun.

Hæfniviðmið:

  • Að nemendur læri grunnatriði í tölvuteikningu
  • Að nemendur vinni með texta og eigin teikningar í forritinu
  • Að nemendur vinni hugmynd frá skissu að tilbúnum hlut
  • Að nemendur læri að vista skjöl rétt og flytja yfir í önnur tæki.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.


 

Ef þið hafið einhverjar athugasemdir eða spurningar þá vinsamlegast sendið línu á leifur@stekkjaskoli.is